Gefn - 01.07.1872, Side 73

Gefn - 01.07.1872, Side 73
73 ðld f. Kr., jafnvel þó líkur sé til að Kína hafi verið allvold- ugt ríki um daga Salómons og Davíðs. A 5tu eða 6tu öld var Konfúsíus uppi, og var löggjafi og spekíngur Kín- verja, og stofnaði þá trú sem ber nafn hans. Saga Indía- lands snertir alheimsmenntunina að því leyti að Aryaþjóðin dieifðist þaðan vestur á bóginn laungu fyrir sögutímann og grundvallaði meginhluta Norðurálfumanna; en saga Kínverja snertir hana með því að þar urðu eiginlega en fyrstu upptök til þjóðafiakksins sem að lokunum leiddi af sér umturnan Rómaveldis og allrar ennar fornu Evrópusögu og þar með hefst enn nýi tími með mörgum breytíngum og framförum. J>essi en fvrstu upptök þjóðaflakksins halda menn að hafi orðið laungu fyrir Krists daga og hafa því austurlanda- þjóðir verið í sífeldri baráttu og þraung þángað til Húnar og aðrir þjóðflokkar brutust fram yfir Norðurálfuna eins og brimgarður, á 4—5tu öld eptir Krist. Rómaveldi var stofnsett með byggíngu Róms 754 árum fyrir Krist. Fyrstu upptök Rómverja eru falin i hugmyndasögum, eins og upptök annara fornþjóða; sagt er að þar hafi fyrst verið konúngar, þó menn nú skoði það sem eintóma sögusögn. Síðan komst þar Ijóðstjórn á, sem stóð þángað til Júlíus Cæsar tók liana af 47 árum f. Kr. og gjörðist einveldisherra; eptir dauða hans varð Augustus Rómadrottinn og var kallaður »keisari« eptir nafni Cæsars (sem hljóðar rétt fram borið »Keisar« eða »Kaisar«, eins og Grikkir rituðu ávallt), og þenna titil höfðu allir stjórn- endur Rómverja eptir hans daga í hérumbil 500 ár, því svo lengi stóð keisaraveldi Rómaborgar. |>egar Rómaveldi var með mestum blóma, þá hlýddu því öll aðallönd Norðurálf- unnar, og mörg lönd í Asíu og Afríku; Augustus, Vespasí- anus, Titus, Nerva, Trajanus og tveir Antonínar voru enir ágætustu keisarar, og þá er kölluð fegursta tíð Rómaveldis; flestir hinir aðrir stjórnararnir voru ýmist ónýtir, eða þá grimmir níðíngar og fúlmenni. og spillíng og siðleysi hefir aldrei orðið jafn mikið í mannlegu félagi og á keisaradögunum.

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.