Gefn - 01.07.1872, Side 84

Gefn - 01.07.1872, Side 84
84 Tréskórinn. Saunglist og hljóðfærasláttur hefir tíðkast. í heiminum frá því er menn fyrst muna til sín, en ver höfum ástæðu til að halda, að fornöldin hafi í þessu efni gjörsamlega staðið á baki enna seinni tíma og vorrar aldar. Vér finnum raunar saung og lög nefnd í biblíunni; Davíð konúngur lék á hörpu og hljóðfæraleikir tíðkuðust um öll austurlönd og á Egiptalandi; vér höfum rit um hljóðfæralist og saung eptir Aristóteles, Plútarkus og fleiri fommenn, og Longinus, kennari Zenobíu, fer um hana þeim orðum svo sem þar af megi ráða að hún hafi getað hrifið anda mannanna mjög til sín og því verið á allháu stigi þegar í fovnöldinni. J>au hljóðfæri eða hljóð- færamyndir, sem vér þekkjum þaðan, eru hörpur, pípur og bumbur; einhver lög hafa menn sjálfsagt orðið að hafa, en um það vitum vér ekkert, því lýsíngar rithöfundanna nægja þar ekki, og nótnaskript var ekki til fyrr enn þúsund áram eptir Krist. Hér á norðurlöndum er raunar getið um hljóð- færalist á dögum Haraldar hárfagra í Noregi og Hugleiks í Svíaríki, en þær sögur eru varla trúlegar, þó ekki verði með öllu neitað að einhverju þesskonar kunni að hafa brugðið fyrir, og aldrei vitum vér til að skáld hér hafi kveðið við hörpur, heldur kemur slíkt ekki upp fyrr enn mjög seint; þar á mótivoru hörpur og önnur hljóðfæri við höfð snemma í suðurlöndum, og hjá Gotum og Göllum eða Keltum, og

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.