Gefn - 01.07.1872, Page 85
85
vitum vér það af Díódórasi, Jornandes og öðrum fornum
höfundum. En vér ætluðum hér ekki að fara að rekja sögu
saunglistarinnar frá Júbal og Orfeusi; vér förum miklu
lengra niður í tímann.
Eins og vér höfum drepið á í ritlínginum um þjóðafræði
og sögu hér að framan, þá glæddist andlegt fjör á Ítalíu á
14. oglðdu öld svo furðulega, að það hefir aldreiorðið jafn
fagurt síðan. |>að var eins og leiptrandi geislum slæi niður
á mannkynið frá fegurðarinnar heimi, hvorum að öðrum, og
á þessum tíma efidist líka hljóðfæralistin miklu meir en
áður, þó hún eiginlega ekki kæmist hæst fyrr enn svo sem
einni öld síðar, einkum en kirkjulega saunglist, sem Pale-
strína varð frægastur fyrir. þessarar gullaldar hafa ítalir
notið síðan, svo upp hjá þeim hafa ávallt öðru hvoru komið
frægir hljóðfæraleikarar, og ítalir eru frægastir allra manna
fyrir gígjur og saungfæri. Einkum er Kremóna frægur staður
fyrir gígjusmíði, og þvkja gígjur eða fiðlur þaðan hljóðmeiri
og skærari en annarstaðar frá; því eldri sem þær eru, því
betri eru þær, og kosta svo mikið sumar, að skiptir þúsund-
um dala.
Nikulás Paganini var einna frægastur allra fiðlara sem
nokkurn tíma hafa uppi verið; og listin hefir varla nokkurn
tíma sýnst jafn töfrandi, eins og hjá honum. Hann var fæddur
árið 1784 í Genúa. Faðir hans var verzlunarmaður og sat
við þraungan kost, en hafði skemtun af hljóðfæraslætti, eins
og flestirjtalir, og hélt hann sveininum snemma til fiðlunnar,
og það svo harðlega, að lá við meiðíngum; en Nikulás var
ekki linari sjálfur í leiknum, því hann lifði í eintómum
saung og hörpuslætti og hugsaði ekki um neitt annað. En
houum nægði ekki sú hin litla kennsla, sem hann gat fengið
í föðurhúsum, heldur var hann alltaf að finna sjálfur upp á
nýjum gripum og saungbrögðum, svo þeir sem á hlýddu
undruðust og skildu ekki í öllum þeim hfjóðum sem honum
tókst að fá úr fiðlunni. Ena fyrstu verulegu kennslu fékk
hann hjá manni nokkrum er Costa hét, en Nikulási var ekki