Gefn - 01.07.1872, Side 86
86
mikið um að rigbinda sig við reglur, og af þvi kom opt
ósamlyndi á milli hans og kennarans. þar var hann í hálft
ár, þá gat Costa ekkert kent honum lengur, og f<5r faðir
hans þá með hann til Parma, og ætlaði að koma honum
fyrir hjá frægum saungmeistara er Rolla hét. Paganini
hefir sjálfur sagt frá hvernig það fór: »þ>egar við komum,
þá var Rolla sjúkur og lá í rúminu; kona hans tók á móti
okkur og við gátum ekki strax fengið að koma inn til
mannsins; hún lét okkur þá fara inn í herbergi þar við
hliðina, og þar á borði einu sá eg fiðlu og nótnablað, sem
á var ritað lag nokkurt er Rolla hafði þá nýlega saman
sett. Eg tók fiðluna og lék þegar lagið; en Rolla heyrði
það og spurði hverr sá meistari væri sem gæti leikið lagið
svo fullkomlega. þegar honum var sagt það, þá trúði hann
því ekki fyrr en hann gekk sjálfur úr skugga um það;
kvaðst hann þá ekkert geta kennt mér og sendi mig strax
þaðan til ens nafnfræga Paer.« Sá tók harla vel við Ni-
kulási, en kendi honum ekki sjálfur; hann sendi hann til
Gíretti, sem kendi honum saungfræði í hálft ár; þá fyrst
tók Paer hann að sér og kendi honum.
Allmörg ár liðu áður en Paganini færi út fyrir fóstur-
jörðu sína. þ>ó menn þar væri alvanir hljóðfæraslætti og
enum frægustu meisturum, þá féllu allir í stafi, þegar þeir
heyrðu til hans. Orð fór raunar af honum til þ>jóðverjalands
og Frakklands, en svo hugsaði enginn um það meir; hann
varð sjálfur að koma. Fyrst kom hann til Vínarborgar —
ekki fyrr en 1828: þá hafði hannfjóra um fertugt og enginn
þekti hann fyrir norðan Mundíafjöll, enda hafa fáir menn
verið bakmæltir og rægðir meir enn hann. í Vínarborg
urðu menn sem hamslausir þegar han dró fyrsta bogastrykið
á fiðluna, og það ekki einúngis af hljóðfegurðinni, heldur
og af útliti Paganinis og allri aðferð, sem síðar mun verða
nefnd. þ>að var eins og þessi maður væri fallinn af himni:
hann kom allt í einu, og enginn hafði heyrt getið um hann.
Menn létu heldur ekki sitt eptir liggja til þess að gera sér
grein fyrir þessu kraptaverki. Bæði í París og Vínarborg