Gefn - 01.07.1872, Síða 89
89
hverfa bæði frá fiðlu og fjörvi; læknamir héldu hvorn
fundinn eptir annan, og komust á endanum einúngis að
þeirri niðurstöðu, að sjúklíngurinn þyrfti ró og hvíld um
tíma, og mætti ekkert fást við hljóðfæraslátt eða saunglæti.
TJm þær mundir var í Parísarborg garður nokkur harla fagur
og unaðlegur, sem var bygður einúngis í þeim tilgángi, að
þar mætti dvelja sjúkir menn sem ekki lægi rúmfastir; þar
í miðjum garðinum var hús mikið og fagurt og þanuig til
hagað, að sér hverr sjúklíngur hafði þar herbergi útaf fyrir
sig og vissi ekkert af hinum fremur en hann sjálfur vildi,
því veggir voru þykkvir og öll tilhögun en hagkvæmasta;
þar voru fagrar lindir í skugga blómvaxinna aldinviða og
svo mikil kyrð að gleymdist með öllu návist og skarkali
borgarinnar. í húsinu var salur mikill og skrautlegur og
þar gátu menn fundist á hverjum tíma dags sem vera skyldi
og leikið og spilað, og gert sér það til skemtunar sem
hugurinn hvatti til, allt eptir því hvernig á stóð, því
læknarnir gáfu reglur fyrir hvernig menn skyldu haga sér;
sumum var boðið að leita samkvæmis annara og skemtanar;
en sumum var það þverlega bannað og þeim fyrirskipuð
einvera og kyrð. Á meðal enna síðar nefndu var Paganini,
og vakti það ekki alllitla óánægju, því margir höfðu hlakkað
yfir komu hans þángað og vonast eptir að fá að heyra saunglag.
Einkum gengu þrjár gamlar jómfrúr hreystilega fram í því
að álasa Paganini sín á milli og finna allt að honum sem
þeim gat í hug dottið. »Hafið þér séð þann fræga saung-
fugl«, sagði ein; »hann heilsar engum og enginn fær orð
út úr honum; hann má ekki sjá nokkurn mann, en flýgur
á burtu þegar er nokkur kemur nærri honum. f>að er þó
merkilegur spói!« Hin önnur mælti: »líklega er þetta í
einhverju sambandi við veiki hans; hanu þjáist víst af sálar-
kvölum og samvitskubiti, eða hafið þið ekki heyrt hvernig
hann fór með konuna sína, sem hann drap og var settur í
díblissu fyrir?« »Jú, við höfum raunar heyrt það,« sagði
hin þriðja,. »en eg skil ekki í hvernig þessi úttaugaða