Gefn - 01.07.1872, Page 91
91
í það var varið, því barmur og þúnglyndi er eitt, af því sem
öflugast er til að eyðileggja líkamann og hafna öllum bata.
Einn morgun kom María með matinn eins og vant var,
en talaði ekki orð. Paganini sat á stóli og var að telgja
knífskapt úr fílsbeini. Honum varð litið upp og þá sá hann
að stúJkunni var einhvern veginn brugðið. Hann mælti þá:
»hvað gengur að þér, skinnið mitt? þú ert grátin og segir
ekki orð; hefur nokkuð illt viljað þér til?« »Æ já herra
Paganini,« sagði María. »það mun vera nærgaungult að
spyrja nákvæmar um það,« sagði Paganini. »J>að er það
nú raunar ekki,« sagði María, »en eg get ekki sagt frá því.«
»Eg skil hvað muni vera,« sagði Paganini; »unnustinn hefir
hlaupið frá þér, og er floginn á brott.« »Hann á reyndarað
skilja við mig, garmurinn,« svaraði María, »en hann getur
ekki gert að því.« »Hvernig stendur á því?« sagði Paganini.
»[>að gerir stríðið,« sagði María, hann á að fara yfir til
Afríku að berjast við hundtyrkjann« — hún breiddi svuntuna
sína fyrir andlitið og grét. »J>ví kaupirðu hann þá ekki
lausan og færð annan í staðinn hans?« spurði Paganini. —
María tók svuntuna frá andlitinu og gat ekki að sér gert
að brosa. »J>ér eruð að gera að gamni yðar, herra Paga-
nini,« sagði hún; »hvar ætti eg að fá penínga til að leysa
hann út fyrir?« »Kostar það þá svo mikið?« sagði Paga-
nini. »Já, núna er það einmitt svo dýrt«, sagði María;
»fimtán liundruð fránkar er það minnsta sem þarf til að fá
mann fyrir sig.« — Paganini tók með sinni laungu og mögru
krumlu í höudina á Maríu og sagði: »Gráttu ekki María;
ef vandræðin eru ekki meiri en þetta, þá skulum við sjá til
hvort ekki megi komast úr þeim.« Hann tók minnisbók
sína upp úr vasanum og ritaði eitthvað, en María fór. Nú
kom veturinn, og læknirinn bauð Paganini að vera kyrrum
í herbergi sínu allt fram í Martsmánuð og ekki fara út fyrir
dyr. Paganini var auðsveipur við læknisboðið og hlýddi því
stöðuglega. En nú þegar sumarið var liðið og blómin fölnuð,
og hann gat ekki lengur setið í laufskálanum sem hann var