Gefn - 01.07.1872, Side 92

Gefn - 01.07.1872, Side 92
92 vanur, þá fór hann að koma optar í samkvæmis-salinn, og þar lá hann opt á legubekk og las eða mókti, en málskrafs- dúfurnar fiögruðu í kríng um hann og görguðu lágt með sínum hvíslandi klið; ekki gafPaganini sig að því, þó hann henti stundum orð og orð og hefði veður af því sem um var talað. Leið nú fram að jólum svo ekkert bar til tíðinda. þ>aö er tíðska á Frakklandi, einkum meðal alþýðu og sveita- fólks, að á jólakvöldið er tréskór settur við ofninn og fylltur með sætindum; og svo mikið gengur á með þetta, að sagt er að einúngis í einni Parísarborg sé á þessu kvöldi seld sætindi fyrir tvær millíónir fránka, sem allt er látið í tré- skóinn. —Aðfángadagsmorgun jóla fundust allar þrjár mál- skrafsdúfurnar og stúngu saman nefjum, hvísluðu lengi saman ög pískruðu — »það er rétt,« sagði ein, »látum standa þar við; hann fær hann í kvöld«. Eptir miðdegisborðið sat Paganini á legubekknum og var að drekka sikurvatn; þá heyrðist eitthvert þrusk í gánginum þar fyrir framan: síðan lauk María upp dyrunum og sagði, að fyrir utan væri maður með kassa til Paganinis. »Eg á ekki von á neinum kassa«, sagði Paganini; »en látið manninn koma inn með hann samt.« Maðurinn kom inn og hafði dálitla kistu undir hendinni, og var ritað á nafn Paganinis og »brothætt« »varlega« — eins og vant er að rita á það sem brothættar sendíngar eru í. Paganini skoðaði kistuna í krók og kríng, galt manninum burðareyrinn og tók síðan til að brjóta frá lokið; en allir sem í salnum voru, og þar á meðal hinar þrjár fornlegu meyjar, tróðu sér utan um hann ogvildu sjá hvað Paganini helði fengið á jólakvöldið. í kistunni var stór böggull, og vafið pappír utanum, reyrður með sterku snæri og lokaður með mörgum innsiglum; þetta reif hann allt utan af, og þar iunan undir var þá eins um húið — þángað til loksins að kom stóreflis tréskór, svo stór að hann gat verið barnsvagga. Allir skellihlógu upp yfir sig og mörgum, og ekki síst enum þremur jómfrúm, stukku háðsyrði; enda þótti þeim sér hafa vel tekist að láta Paganini verða fyrir athlátri. Paganini

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.