Gefn - 01.07.1872, Side 93

Gefn - 01.07.1872, Side 93
93 stðkk ekki bros. »Eg skal gera þennan tréskó að gullskó,« sagði hann og fór burtu með hann undir hendinni, gekk inn í herbergi sitt og lokaði sig inni. — Paganini sást ekki í þrjá daga; en María sagði frá, að hann hefði látið færa sér smíðatól um nóttina. J>ess er áður getið, að Paganini var hagur; nú neytti hann þess og bjó til hljómandi hljóð- færi úr tréskónum og festi á það einn silfurstreng. Daginn eptir var gert heyrum kunnugt, að Paganini ætlaði að leika á nýjárskvöldið í enum mikla sal, tíu lög, fimm > fiðlu og fimm á tréskó með einum streng. Tuttugu fránka átti hverr að gjalda fyrir að mega hlusta á, og einúngis hundrað mðnnum var ætluð inngánga. Menn rifust um að ná í inn- gauugumerkin og hefðu gefið miklu meira fvrir þau, þótt heimtað hefði verið; salurinn var alsettur fjaðurmjúkum silkistólum og ljómandi ljósahjálmum, en vatnstærir speiglar köstuðu ljósinu á logagyltan laufaskurð og silfurgljáandi blómhríngi, sem dregnir voru hvaðanæfa eptir veggjunum og loptinu. Hallargarðurinn fylltist vögnum og borðalögðum beinösnum, sem höfðu nóg að gera með að styðja ríkismenn og dýrðlega búið kvennfólk og hjálpa því út úr vögnunum. — Loksins, þegar allt var setst, kom Paganini fram á leik- sviðið. Hannvar hýr í bragði og en frískiega sti, og ekkert að sjá sem nokkuð hefði að honum gengið. Fyrst lék hann á fiðluna nokkur af þessum furðulegu lögum, sem enginn gat leikið eptir honum og scm enginn hafði í rauninni fullkomlega vit á, en sem allir sátu agndofa eptir. þá lagði hann frá sér fiðluna og tók annað hljóðfæri: það var tré- skórinn, sem hann hafði telgt til og lagað svo hann var orðinn að fiðlu, þótt nokkuð eymdi eptir af enu upprunalega sköpulagi hans — þá var sem nýtt líf kæmi í Paganini, hann roðnaði í framan og eldur brann úr augum hans. J>að var auðheyrt að hann hafði ekki búið sig undir það sem hann lék nú, heldur fann hann upp á því nú í sama augna- blikinu og lék á silfurstrenginn eins ogandinn inngafhonum; allir skildu hvað lagið átti að þýða; það var um hermann

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.