Gefn - 01.07.1872, Page 94
94
sem fara átti frá unnustu sinni til fjarlægra landa, en það
endaði á brúðkaupi og gleðisaung; hvernig Paganini gat
töfrað öll þessi margvíslegu hljóð út úr fjóram strengjum
fiðlunnar, hvað þá heldur einum streng eius og hann gerði
nú, það vissi enginn og hefir enginn vitað enn; en þar
heyrðust ástarhljóð og hvísl, mannamál í fjarska og fossniður
og storma þytur, fjarlægar f'allbyssudunur og herfylkínga-
gángur, klukkuahljóð og orgelshljómur; og allt þetta óf hann
og tengdi saman með svo listilegri prýði og svo óbifandi
stöðugleik. að nærri má geta að engin orð fái því lýst.
Paganini fékk bæði handaklapp og blómsveiga og lof og
dýrð fyrir skemtanina, og jafnvel enar þrjár meyjar gátu
ekki stillt sig. María stóð í salshorninu og grét. Tvær
þúsundir fránka komu inn fyrir kvöldið; Paganini tók við
þeim og fékk Maríu þá og mælti: »Nú, þarna er lausnar-
gjaldið og svo hefurðu þó fimm hundruð fránka umfram,
sem þú getur keypt þér brúðarfötin fyrir« — hann þagnaði
um stund og sagði síðan: »en eitthvað þurfið jþið til að
bvrja búskapinn með — taktu við þessum tréskó og gerðu
við hann hvað þú vilt, en hræddur er eg um að enginn
muni leika á hann hér eptir.«
María giptist og seldi tréskóinn fyrir sex þúsundir fránka;
enskur eðalmaður nokkur keypti hann.