Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Blaðsíða 8
8
jgÓlXÚTÍMN.
og von, svo franwlega sem abrar stjúrnarannir ekki bönnuðu, að seekja
ísland heim um snmariö, til að taka sjálfur þátt í fögnuði þjóbarinnar
yfir minningu liins umliðna og vonum hins ókomna tíma. Eigi gat kon-
ungur þess þó, hve nær helzt á sumrinu hann mundi koma, en bráðum
frjettist það með fullum rökum, að hann mundi koma síðast í júlímánuði
og vera viðstaddur við aðalhátíðina fyrstu dagana í ágústmánuði, fyrst í
lteykjavík, og svo á þingvöllum. Yar nú tekib að búa um sem veglegast
á hvorumtveggja staðnum eptir því sem bezt voru föng á, og sömuleiðis
að gjöra við vegu þá, er konungur átti um aö fara.
Að áliðnum júlímánuði lagði Kristján konungur hinn níundi
af stað áleiðis til íslands; hafði hann herskip tvö mikil og fríð; hjet hið
stœrra „Jylland“, en hið minna „Heimdal“; konungur sjálfur var á stœrra
skipinu, og flest hans föruneyti; bæði voru skipin vel búin að mönnumog
öllum tygjum, og voru þar á ýms stórmonni. pessir voru helztir höfðing-
jar og merkismenn í fylgd konungs: Valdimar prinz, hinn yngsti sonur
konungs; Iílein lögstjórnar- eöa dómsmála-ráðherra, er þá var ognýskip-
aður ráðhcrrafyrir íslaud; Trap, geheimeetazráð, kabínetsritari konungs;
Holten ofursti, stallari konungs; Oddgeir Stephensen, forstjóri hinn-
ar íslenzku stjórnardeildar í Kaupmannaköfn; Steenstrup prófessor,
nafnfrægur náttúrufrœðingur; Sörensen prófessor, nafnkcndur málari og
listamaður; Karl Andersen skáld, er hafði alizt upp á íslandi, ogdokt-
or Kosenberg, nafnkunnur danskur vísindamaður; hafði hann stýrtblaði
einu í Kaupmannaköfn, og mjög verið þar fylgjandi máli íslendinga. peim
konungi byijaði vel, og komu þeir við Færeyjar 25. júlí. Tóku Færey-
ingar einkarvel á móti ltonungi sínum, og föruneyti hans. í pórshöfn á
Færeyjum dvaldist konungur 2 daga, og hjelt þaðan aptur 27. júlí vestur
um haf; gekk ferðin allgreiðlega, og eptir þriggja daga siglingu sáu skip-
verjar ísland. Með ensku ferðamannaskipi, cr Albian hjet, hafði frjetzt
til Reykjavikur um ferð konungs að heiman, og það, hve nær hann hefði
komið til Færeyja. Herskipið Fylla var þá á Reykjavíkurhöfn, og er það
spurðist, hvað konungsskipunum leið, lagði hún út á móti þeim með hafn-
sögumann um morguninn hinn 30. júlí.
pá er leið að hádegi þenna sama dag, sáu Reykvíkingar þrjú herskip
stór lcggjast undir land, og kenndu að þar voru konungsskipin, og svo
Fylla; tóku þeir þá að hraða sjer, að Ijúka við viðbúnað þann, er liafa
skyldi til viðtöku konungi. Allur bœrinn var skreyttur fánum og flöggum,
og blakti veifa af náloga hveiju íbúðarhúsi, og svo af hæðum beggja meg-
in bœjarins. Landtökubryggjan, þar er konungur og sveit hans skyldi á
land ganga, varöll yfirklædd, enstengur margarvoru reistar beggja megúi
bryggjunnar, og fáni dreginn á hverja. Við bryggjusporðinn var reistur
veglegur tignarbogi, sveipaður rauðum dúki, cn yfir bogann var sett kóróna
gullin. Um tignarbogann og stengurnar fram með bryggjunni og svo milli
þeirra var slöngvað lyngfljettingum og blómvöndum, er konur og meyjar
bœjarins höfðu gjört með miklum kagleik og prýði.