Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Blaðsíða 31
r.ANDSTJÚRN.
31
lioðurn og samþykkja þau fyrir sitt leyti, en áður verða þau að vera þris-
var rœdd í hvorri deild. Náist eigi samþykki beggja þingdeilda á einhverju
lagaboði, cr önnur deildin hefur samþykkt, ganga fiær háðar saman í cina
málstofu, og ráða málinu til lykta, en til þess að gjörð verði fullnaðará-
lyktun, þurfa tveir þriðjungar þingmanna úr hvorri deildinni að vera á
fundi og taka þátt í atkvæðagreiðslunni; ræður fiá atkvæðafjöldi úrslitum
um einstök málsatriði, en tvo þriðjunga atkvæða þarf til fiess, að lagaboð-
ið verði samfiykkt í heild sinni. Eigi má skatt á leggja nje breyta, nje
lán taka upp á landið, nje þjóðeignir selja nema með lagaboði, og ekkert
gjald greiða af hendi, nema heimild sje til þess í fjárlögum eða fjárauka-
lögum. Fyrir hvcrt reglulegt alfiingi skal leggja frumvarp til fjárlagafyr-
ir fiað tveggja ára íjárhagstímabil, sem í hönd fer, en útgjöldin til hinnar
œðstu innlendu stjórnar landsins og fulltrúastjómarinnar á þinginu eru
áður dregin frá og greidd af tillaginu úr ríkissjóðnum, eptir því sem kon-
ungur ákveður, og fær þingið þar engu um að ráða. pingið kýs yfirskoð-
unarmenn til að gagnskoða reikninga landsins, en þeir eru síðan lagðir
fyrir þingið, og samþykktir moð lagaboði. Landshöfðingi má vera á þingi
og taka þátt í umrœðum, en einnig getur stjórnin veitt öðrum mannium-
boð til að vera á þingi við hlið Landshöfðingja. Fundir alþingis skuiu
jafnaðarlega haldnir í heyranda hljóði.
Dúmsvaldið er hjá dúmöndunum, og skuluþeir jafnan í dómumsín-
um fara einungis eptir lögunum. Itjett eiga dómendur á, að skera úr öll-
urn ágreiningi um embættistakmörk yíirvaldanna. Eigi má víkja dómönd-
um úr embætti nema moð dómi, nema því að eins að þeir hafi jafnframt
umboðsstörf á hendi, eða sjeu orðnir fullra 65 ára að aldri.
Að því er snertir trúarmálefni, þá er það ákveðið, að hin evan-
gcliska lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á íslandi. f)ó mega lands-
menn stofna fjelög til að þjóna guði moð þeim hætti, sem bozt á við sann-
fœringu hvers eins, ef ekkcrt það er kennt cða framið, sem gagnstœtt er
góðu siðferði og allsherjarreglu. Enginn skal neins í missa af þjóðlegum
rjettindum sakir trúarbragða sinna, en enginn má heldur fyrir þá sök skor-
ast undan almennri fjelagsskyldu.
Enn fremur ákveður stjórnarskráin ýms almenn borgaraleg og
þjóðleg rjettindi, svo sem friðhelgi heimilisins og eignarrjettarins, at-
vinnufrelsi, framfœrslurjettindi öreiga af almonningsfje, prentfrelsi, fjelaga-
frelsi, fundafrelsi o. s. frv., en þar á móti eru öll sjerstakleg nafnbóta-
rjettindi af tekin. Skyldur skal hver vopnfœr maður að taka þátt í vörn
landsins.
í niðurlagi stjórnarskrárinnar er svo ákveðið, að tillögur um breyting-
ar eða viðauka á stjórnarskránni megi bera upp á alþingi; nái slík til-
laga samþykki beggja þingdeilda, skal rjúfa þingið og stefna til nýrra kosn-
inga; samþykki þá hið nýkosna þing aptur breytingima, skal hún gilda,
ef konungur samþykkir.
peirri töiu hinna þjóðkjörnu alþingismanna, er áður er sagt frá, er