Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Blaðsíða 19

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Blaðsíða 19
fJÓÐHÁTÍÐIN. 19 völlunum hjá tjölduuum fóru loikar fram, einkum glímur, og glímdu þar margir allknálega. þar var og sungið og leikið á hljóðfœri, og ómaði bcrgmálið i hömrunum og gjánni. þágekk konungur ajitur niður á völluna, og var nú búið til veizlu í stórtjaldinu og hliðartjöldunum. Til þeirrar vcizlu hafði konungi verið boðið ásamt syni hans og öðrum stórmennum, í {iciri'i veizlu mátti og hvor fijóðhátíðargostur sitja, er vildi. f)á er kon- ungur kom að tjalddyrunum, var fiar fyrir söngflokkur, og söng honum aptur kvæði fiað, er honum hafði verið fagnað með kveldinu áður, þá er Iiann kom til hátíðarinnar. pakkaði konungur formanni söngflokksins, Jónasi Helgasyni, fyrir sönginn, og skáldinu fyrir hinn fagra kveðskap lians. f)á var til borða gengið, og konungi skipað í öndvegi; yfir sæti hans var merki Danakonunga, 9 hjörtu og 3 Ijón, en með öllum tjaldveggjunum voru forn skjaldarmerki íslenzkra höfðingja. Út frá konungi var slcijiað hinum tignustu mönnum á báðar liendur, cn þá öðrum. Alls sátu þar að borðhaldinu í senn 1G0 manna. Mcðan borðhaldið fór fram, voru haldnar rœður margar fyrir ýmsum minnum. Fyrst mælti Grimur Thomsen fyrir minni konungs. Hánn minnti á hina fornu sögu um Harafd Gormsson Hanakonung, er ætlaði að fara herferð til íslands, og sendi því fjölkunn- ugan mann þangað hamförum, en hann komst hvergi að fyrir landvættum; nú hefði Danakonungur, mælti hann, aptur farið ferð til íslauds, en nú yrðu landvættir allar að hörfa, þvf að eins og konungur hefði björtu í merki sínu, þannig héfði hann unnið hjörtu allra Islcndiuga. Konungur þakkaði minni þetta með fögrum orðum, og ljet í Ijós gleði sína yíir því, að hafá kynnzt þeirri þjóð, cr hefði svo hoit hjörtu, þóttland hennarværi þakið ísi og snævi. þá mælti Jón Guðmundsson úr Reykjavík fyrir minni drottningar og Eiríkur Magnússon frá Cambridge fyrir minni konungsætt- arinnar. Fyrir þau minní þakkaði konungur einnig, og gat hann þá þess um leið, að hann skyldi sjá um að krónprinzinum og öðrum börnum sín- um yrði kennd íslenzk tunga. þessu hjet konungur optar, og kvað sjer leitt þykja, að hann hefði eigi sjálfur numið hana. Veizla þessi stóð til kl. 12 með góðri skemmtun, rœðum og ldjóðfœraslætti, og allri þcirri við- höfn, er konungi sœmdi, að því er við mátti koma. Eptir borðhald þetta skemmtu menn sjer á völlunum á ýmsan hátt. Gekk konungur þá enn nokkra hríð milli tjaldanna, horfði á ghmur manna og aörar skemtanir og ljet vel yfir. þá talaði hann og við ýinsa mcnn, er hann vildi sjá eður honum voru sýndir, og gazt öllum vel að máli hans. Síðan gekk hann með sveit sinni lioim til tjalda sinna, og bjóst til brottferðar. KI. 1 lagði hann af stað af þingvelli. Beið allur þingheimurinn hans í Almannagjá og fylkti sjer beggja megin götunnar; þögðu monn, meðan konungur og sveit hans fóru fram hjá, svo að hestarnir skyldu eigi fælast bergmálið; cn cr kon- ungur og sveit hans var að hverfa upp úr gjánni, kváðu við köll og óp; kallaði þá allur þingheimur í einu hljóði, bað konung vel fara og árnaði konum allra heilla; en gjáin dunaði og hamrabcltin cndurkváðu heilla- kveðjurnar með jötnalegum rómi. •2*

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.