Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Blaðsíða 32

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Blaðsíða 32
32 I-ANDSTJÓBN. pannig 8kipt niður fyrst um sinn, að Gullbringu- og Kjósar-sýsla, Árnes-, Rangárvalla-, Skaptafells-, Isafjarðar- ásamt Isafjarðarkaupstað, Ilúnavatns-, Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- ásamt Akureyrarkaupstað, pingeyjar- og Norð- urmiila- og Suðurmúla-sýslnr skulu kjósa 2 alþingismenn hver, en hinar aðrar sýslur og Reykjavík 1 þingmann hver. — Hin eldri kosningarlög gihla fyrst um sinn; ný Jnngsköp skulu ákveðin með lagaboöi, en konung- ur ákveður j»au til bráðabirgðar. pá er konungur hafði gefið út stjórnarskrána, gaf hann einnig út konunglega auglýsingu til íslendinga, dagsetta 14. febrúar. í aug- lýsingu pessari boöaöi konungur, að nú hefði hann orðið við frelsisbœn- um jslendinga með því að gefa þeim frjálslega stjórnnarskrá, er að mestu leyti væri byggð á frumvarpi því til stjórnarskipunarlaga, sem lagt hefði verið fyrir alþingi 1871, en jafnframt hefði J)ó verið tekið sjerstaklogt til- lit til þeirra atriða, er bœnarskrá alþingis 1873 hefði lagt mesta áherzlu á, og yfir höfuð til allra Jieirra óska, er komið hefðu frá íslands hálfu að svo miklu leyti sem ]>ær hefðu getað samrýmzt við aUsherjar stjómarskip- un ríkÍBÍns. Jafnframt ljet hann í ljós ánœgju sína yfir pví, að stjórnar- skipunarverk Jjetta, er svo lengi hefði verið starfað að, væri nú til lykta leitt, og þakkaði fyrir traust það, er þingmenn hefðu sýnt sjer, með því að fela það fyrirhyggju sinni að gjöra út um málið. Enn fremur kvaðst hann vona, að stjórnarskrá þessi mætti verða landi og Iýð til heillaríkra framfara, ef stjórn og lýöur legðist á eitt með að vinna að framförum landsins í eindrœgni, og frelsið væri notað hyggilega. Stjórnarskráin og þessi auglýsing konungs komu til íslands í marz- mánuði með hinni fyrstu vor-póstskipsferð. Hvorttveggja var þegar prentað i öllum blöðum og kunngjört víðs vegar um land; þótti öllum þetta mikil tíðindi, og mörgum góð. Reykvíkingar sömdu þegar þakkarávarp til kon- ungs og sendu honum, og slíkt hið sarna gjörðu íbúar suðurhluta Gull- bringusýslu. Eigi gjörðu menn það í fleiri hjeruðum, enda þótt þeii' ljetu sjer vel líka, þar sem nú var komið. Hins vegar fór það mjög að líkind- um, að eigi þóttust allir himin höndum tekið hafa, og mjögurðu misjafnir dómar manna um stjómarskrána, þótt eigi bæri mikið á, og blöðin hefðu hljótt um sig. Eigi urðu menn á eitt sáttir um það, hvernig stjómar- skráin væri undir komin; kölluðu sumir, að hún væri valdboðin, en aðrir kváðu hana vera náðargjöf konungs. pað er auðsætt, að það er engan veginn þýðingarlaust, hvemig lög eru til orðin, en hitt skiptir þó meiru, hvemig þau em sjálf, eins og þau liggja fyrir. Um það atriði höfðu menn einnig nokkuð misjafnar skoðanir, að því er stjórnarskrána snerti; sumir lofuðu hana mjög, en aptur aðrir fundu á henni ýmsa annmarka. pað þótti flestum eða öllum hennar bezti kostur, að hún veitti alþingi íslend- inga löggjafarvald og fjárforræði, en hitt þótti mörgum að, hversu bæði löggjafarvaldið og fjárforræðið væri takmarkað, löggjafarvaldið með því, að hinir konnngkjörnu Jnngmenn gætu ónýtt hvert mál meö því að ganga af þyigi, or til atkvæöagrciðslu kœmi, og íjárforræðið með því, að gjöldin til

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.