Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Blaðsíða 9
fjJÓÐHÁTÍÐIN.
9
pá lágu mörg skip á Rcykjavíkurliöfn, bæði stór og sruá, og voru
mörg I>eirra gufuskip. Herskip voru fiar fimm, citt sœnskt, oitt norskt,
eitt fiýzkt og tvö frakkncsk. Ilib sœnska skip hjet Norrköping; var
fiað sent af Svíakonungi til að fagna Danakonungi Jijer við land og sýna
íslendingum sœmd á þjóðhátíöinni; þar var á admirall sœnskur, að nafni
Lagcrkranz, cn skipsforingi hjet Ankarkrona. Ilib norska skip hjetNord-
stjernen og foringi þess Smith. Hið fiýzka hjet Niobe og foringi þess
Hremer. Hin frakknesku herskip voru Indro og Beaumanoir. Flest
hinna skipanna voru dönsk og sum ensk, og enn nokkur frá öðrum þjóð-
um. Öll höfðu fiau viðbúnað þann, er fegurstur mátti verða, einkum her-
skipin; voru þau alskroytt flöggum, og rár allar og rengur skipaðar mönn-
um. Aðmiralskipið var þeirra skrautlegast; hafði það konungsfánann ldnn
danska efst á siglutoppi, en aðmiralsflagg á apturstafni.
Nú renndu konungsskipin inn á höfnina, fyrst Jyiland, það er kon-
ungur var sjálfur á, þá Ileimdal og síðast Fylla, öll með jöfnu millibili.
þá hóf hið sœnska aðmiralskip skothríð til fagnaðar konungi, og síbanhin
herskipin öll, en konungsskipin svöruðu aptur á sama liátt. En er Jylland
renndi fram hjá hinum sltipunum, var á þcim öllum lostið upp fagnaðar-
ópi, svo að glöggt mátti heyra til lands. Hafði mikill mannfjöldi af bœj-
arbúum þyrpzt saman við landtökubryggjuna, og bibu þcir þess, er kon-
ungur kœmi í land.
það var um hádegwbil, ab konungsskipin vörpuðu akkerum. Vcður
Iiaföi verið myrkt og skúrasamt um daginn, það er af var, en nú tók að
ljetta til og sól skoin yfir bœinn, og svo höfnina; on rognbogi skær og
fagur hvelfdist yfir höfninni, og var næsta tignarlcg sjón. J»á lögðu marg-
ir bátar frá hinum stœrstu skipum og renndu þeir allir að skipi því, er
konungur var á; voru þaö foringjar skipanna, er fóru aö fagna konungi.
Landshöfðinginn yfir íslandi, Hilmar Finsen, lagði þá og frá landi og fór
á lconungsfund. Innan stundar kom liann aptur í land með þann boðskap
að konungur mundi stíga á land klukkan 2, og bað monn svo við búast.
þnisti þá enn mikill fjöldi manna niður að bryggjunni, og skipuöu þeir
sjcr í raöir báðum mogin hennar; en gluggar allir, þeir er að liöfninni
vissu, voru og fidlii’ af fólki. Kvcnnfólk flest liafði skipað sjer á pall við
ofri bryggjusporðinn. Allir voru þar búnir hátíöabúnaði, og cmbættismenn
einkunnarklæðum sínum.
Svo sem ráð var fyrir gjört, kom konungur í land klukkan tvö, og
lagði að landtökubryggjunni. þ>ar voru fyrir hinir œðstu embættismcnn,
konsúlar og bœjarstjórar til að fagna honum. Gekk landshöfðinginn þá
fram úr flokkinum, og mælti til konungs á þessa loið: „Um loið og yðar
liátign stígur fœti á strönd íslands — hinn fyrsti konungur, scm í þau þús-
und ár, er land þetta hefur vcrið byggt, hefur hingað komið -— sjc mjor
leyft í nafni alls landsins og sjcr í lagi jafnframt í nafni Reykjavíkur-
kaupstaðar að biðja af bjarta yðar hátign vcl komna“. þ>á gat hann þess,
að þótt ísland væri land fátœkt að mörgu, þá væri það þó auðugt að