Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Blaðsíða 22

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Blaðsíða 22
22 {íJÓÐHÁTÍÐIN. Síðan lögðu þau í haf; byrjaði þcim vel og komu þau við Skotland cptir skamma útivist. í Edinburgh var konungi tokið með mikium virktum. par var fyrir Alexandra kona Edwards prinz af Wales og dóttir konungs. Fylgdist hún með konungi til Kaupmannahafnar; tóku Danir við honum með mikilli viðhöfn og feginleik. Við íslandsför pessa hafði mjög vaxið vegur og vinsældir Kristjáns konungs hæði hjá þegnum hans í Danmörku og þá eigi síður á íslandi. Keyndar hafa íslendingar ávallt þótt góðir konungamenn, þótt þeirsjeu af fornum frelsishetjum komnir og gleymi aldrei hinni fornugullöld frolsisins, og þótt frjáls stjórnarlögun eigi efalaustbezt við skaplyndi þeirra; í dcil- um þeim, er þeir undanfarin ár hafa átt við Dani út af stjórnarskipun landsins og fjármálum, hafa þcir aldrei vikið einu styggðar- eða óvirðing- ar-orði til konunganna, heldur jafnan talað um þá vel og virðulega. En enginn konungur hefur þó orðið jafn-vinsæll af íslendingum, sem Kristján konungur hinn níundi nú varð, bæði sakir þess frelsis, er hann veitti þeim með stjórnarskránni, og þó einkum sakir þess, að hann hoimsótti þá á fagnaðarhátíð þeirra. pað voruþví eigi öfgareða tóm fagurmæli, er lands- höfðingi mælti til konungs að skilnaði, að hann hefði komið og sjeð og unnið hjörtu íslendinga. Nú er aptur að víkja til þjóðhátíðarinnar, og er þá að geta um pJÓÐ- HÁTÍDAKHÖLDIN VÍÐS VEGAR UM LAND. Sunnudaginn 2. dag á- gústmánaðar var haldin guðsþjónustugjörð um allt land í minningu hátíð- arinnar, svo sem fyrir var skipað. Prestar þeir, er höfðu fieiri en eina kirkju, messuðu á tveimur eða þremur kirkjum sama daginn, þar sem því varð við komið; en sumstaðar fluttu tveir söfnuðir saman í eina kirkju, þar sem það var hœgt eða svo til hagaði, að vel fór á því. Aptur var sumstaðar guðsþjónustugjörðin haldin næsta dag eptir, eða þá næsta sunnu- dag eptir. Messur þessar fóru fram með nokkru meiri viðhöfn en venju- legt er, þar sem það var unnt, bæði að því er söng snertir og annað; þannig voru t. d. á einum stað (Hruna) haldnar þrjár hátíðarrœður í mess- unni. Eptir að messum var lokið, voru víða haldin samsæti þá þegar um kveldið, en sumstaðar daginn eptir eða næstu daga, og onn sumstaðar scinna í mánuðinum. Samsæti þessi voru víða haldin á kirkjustöðum, en sum- staðar á öðrum hentugum stöðum í hjeraði, ýmist í vel hýstum bœjum eða tjöldum eða þá hvorutveggja; sumstaðar voru hátíðarhöld þessi fyrir eina sókn, en sumstaðar fyrir einn hrepp eða þá eitt prestakall, og enn sum- staðar fyrir tvo eða fleiri hreppa eða prestaköll. Má hjer nefna nokkur hin helztu þeirra, er frjetzt hefur af. par til má telja: þjóðhátíðarhöldin í Kleifahrepp, Leiðvallahrepp og Dyrhólahrepp í Skaptafellssýslu (2. ág.), þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum (2. ág.), þjóðhátíð Hreppamanna í Ámes- sýslu að Hruna og Stóranúpi (2. ág.), þjóðhátíð Suðurnesinga í Gullbringu- sýslu að Kotvogi, Gerðakoti og á Skaga (2. ág.), þjóðhátíð fyrir allan suð- urhluta Gullbringusýslu að Njarðvik (15. ág.), þjóðhátíð Ilafnfirðinga að Ilvaleyri (22. ág.), þjóðhátíð Scltjerninga í Ncsi við Scltjörn (3. ág.), aðra

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.