Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Blaðsíða 41

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Blaðsíða 41
ATVlNNDVEOiR. 41 því að batinn kom um sumarmál. Fáir munu Jiví hafa fellt fjenað sinn úr hor, en allvíða var fjonaður magur frameptir vorinu. Sauðburður gekk víðast vel, {iví um fiann tíma var allgóð tíð. Málnyta var aptur fremur í minna lagi. Fjárheimtur um haustið voru sagðar misjafnar. Fjár- s k a ð a r urðu sumstaðar allmiklir um haustið í ofviðrunum, svo sem fyr er ávikið. Sláturfje reyndist víðast í lakasta lagi, bæði að mör ogholdum. Lítið hefur næstliðið ár verið kvartað undan almennum óþrifakvillum í fjenaði, en fiar á móti hafa drepsóttimar, fjárkláðinn og bráðasóttin haldizt við, og víða gjört allmikið tjón. Að Jiví er fjárkláðann snertir, pá hafa menn lengi búizt við, að honum mundi verða gjöreytt pú og pegar, en pað hcfur reynzt öðru nær, og nú hefur hann enn að nýju breiðzt út með nýjum krapti. í byrjun ársins var kláði í Grindavík og Krýsivík; dýra- læknir var sendur pangað, og bauð hann, að baðanir skyldu fram fara. prátt fyrir petta breiddist kláðinn lengra austur á við, í Selvog, og paðan í Ölf- us; fór svo fram mostan hluta ársins, að stundum var fje talið hoilbrigt í öllum pessum hjeruðum, en aptur annað veifið kláðasjúkt, og er eigi gott að henda reiður á, hvað satt er í poim efnum, en víst or pað, að kláði var par jafnan öðru hverju. i Mosfellssveit og sumum öðrum sveitum suður með sjó var slíkt hið sama. Svo erað sjá sem kláðasjúku fje úr sumum hinum sýktu sveitum hafi verið sleppt á afijett um sumarið, og lofað að ganga saman við heilbrigt fje úr öðrum hjeruðum; við pað hefur hið heilbrigða fje sýkzt, og borið sýkina aptur með sjer í pau hjeruð, er heilbrigt fjevar í; varð sú raunin á um haustið eptir að fje kom af afrjetti, að kláðinn kom upp í sveitum á búbar hendur við kláðasviðið, svo sem í þingvalla- sveit og Grímsnesi að austan, en Borgarfirði að vestan. Tilraunir hafa vorið gjörðar til pess að lækna kláöann með böðunum, en hvorttveggja var, að baðmeðöl vantaði að mestu, enda reyndust lækningar mjög kostnaðar- samar, en pó eigi nœgilega áreibanlegar. þar við stóð um árslok. Dýra- læknir fjekk litlu áorkað og yfirvöldin sömuleiðis; höfðu pau lítinn óttaaf kláðanum sem fyr, en bœndur mikinn, einkum í hinum ósýktu hjeruðum f grennd við kláðasviðið. Bráðasóttin á sauðfjonaði varð allskœð víðaum haustið, einkum á suðurlandi; einna skœðust virðist hún hafa verið á Skeiðum, í Grímsnesi og í Borgarfirði; misstu sumir bœndur úr henni allt að 100 fjár. Ekkert ráð hefur enn fundizt við sýki possari, pað er einhlítt sje, pví að pað hofur öðrum misheppnazt, er öðrum hefur dugað. Helzt hafa menn komizt að peirri niðurstöðu, að bezta ráðið við hennisje pab, að takaaö hýsa fje pegar á haustnóttum, pótt nœgirhagar sjeu, en í fæstum sveitum hagar svo til, að mögulegt sje að halda sauðfje með peim kostum, nema örfátt, og pví hefur pað pótt langt frá að vera tilvinnandi. Bráðasótt á hestum og nautum, eðamiltissýki, hefur ennsemnokkur undanfarin ár gjört vart við sig, svo sem á Álptanesi og í Laugardal syðra og í Miðdölum vestra, en bceld hefur hún aptur orðið niður, áður en hún næði að breiðast út. Litlar tilraunir hafa menn gjört til að efla fjárrœktina með pví að

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.