Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Blaðsíða 21

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Blaðsíða 21
fjJÓÐHÁTÍÐIN. 21 var og eigi fariö eptir smásmuglegum pvingunarreglum, er svo opt hepta góöa gleði, heldur gekk allt til svo frjálslega sem veröa mátti, flestirvoru meö glöðu skapi og fullir fjörs og áhuga; horfðu menn með pakklátlegri endurminningu yfir fornöld sína, og meö öruggri von fram á ókominn tíma. Eigi er fuilkunnugt, hve margir tóku pátt í hátíð pessari, því að fólk var sífellt að koma og fara; flest var fólk aðalhátíðisdaginn (hinn 7. ág.) og skipti þá þúsundum. Er svo sagt, að jafn-fjölmenn samkoma hafi eigi verið á pingvelli síðan á dögum Jóns byskups Arasonar. J)á or að segja af BURTFÖR KONUNGS hjeðan af landi. par var fyr horfið frá, er konungur reið af pingvelli og þingheimur kvaddi hann í Almannagjá. Kom konungur aptur til Reykjavíkur um kveldið að nátt- málum, og hafði ekkert borið til tíðinda í för hans um daginn. Næsta dag (hinn 8. ág.) hafði hann boð mikið. Daginn þar eptir, er var sunnudag- ur, gekk hann f kirkju og hlýddi messu danskri; hafði hann þá apturboð þann dag, og var það hið síðasta, er hann hafði hjer. Um kveldið hjeldu bœjarbúar dansleik í skólahúsinu, og buðu þar til konungi og sveit hans, og svo hinum helztu foringjum herskipanna. Stóð sá dansleikur fram á nótt raoð góðri skemmtan. Daginn eptir(10. ág.)kvaddikonungurReykja- vík og fór þaðan alfari. þ)að var nær kl. 4, að konungur gekk til strand- ar með fylgd sinni og fleiri höföingjum. Beið þar mikill múgur manna fyrir við konungsbryggjuna, ervar skreytt á hinnsama hátt og þá erkon- ungur kom í land. LandshöflSingi kvaddi hann þá í nafni allrar þjóðar- innar með fögrum orbum; tjáði hann honum hollustu og ást allra lslend- inga og þakklæti þeirra fyrir komu hans og alla konunglega ljúfmennsku; tók hann meðal annars svo til orða, ab hans hátign hefði komið og sjeð og unnið hjörtu allra íslondinga, og nú fylgdu þau honuiu yfir hafið með blessunaróskum og brennheitum bœnum um heill og hamingju honum til handa um langan aldur. Konungur svaraði aptur blíðlega, þakkaði fyrir ást fandsmanna og hollustu, og kvaðst geyma ísland í hjarta sínu. Loks- ins mælti hann: „Guð varðveiti landþetta og lýð! Farvel!" Eptir þaðstjo konungur í bátinn. Kváðu þávið kveðjuóp mannfjöldans, er stóðáströnd- inni, og báðu allir hann vel fara og iengi lifa. En er konungur lagði frá landi, hcilsaði lierflotinn honum með dynjandi skothríð og fagnaðarópum, höfðu öll skipin búizt hið skrautlegasta, og alskipað mönnum rár og reiða sem þá er konungur kom fyrst inn á höfnina. Um kveldið Ijet konungur aptur stíga dans fram á skipi sínu, og bauð mörgum úr bœnum. Drakk konungur sjálfur þá minni kvenna, og mælti fyrir; gekk hann með bikar sinn fyrir hverja eina af þeim, er f boðinu voru; og er hann gekk frá dansleiknum, kvaddi hann þær allar moð handabandi. Klukkan 2 um morguninn hinn 11. ág. fór boðsfólkið í land, enda var þá flotinn búinn til brottlögu. Glóðu þá öll skipin af ljósum og logum og loptið af flug- eldum. Kl. 3 lagði konungsskipið út úr höfninni og með því allur flotinn. Voru skipin í dögun um morguninn komin út úr Faxaflóa. Veður varbjart um daginn, er konungsskipin sigldu mcð landi fram og landsýn hin fegursta.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.