Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Síða 33

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Síða 33
LAPÍDSTJÓRN. 33 hinnar œðstu innanlandsstjórnar væru dregin undan yfirráðum pingsins; enn fremur þótti mönnum [>aö eigi alllitill annmarki, að öll aðalstjóm landsins skyldi enn verða orlendis, og svo pað, hversu stjórnarábyrgð ráð- gjafans og einkum landshöfðingjans er hæpin og óákveðin. Annmarkar þeir, er landsmenn hafafundið á stjórnarskránni; eru skarpast teknir fram í ritgjörð eptir Jón Sigurðsson í Andvara, tímariti hins íslenzka pjóðvinafle- iags. En prátt fyrir pessa annmarka, er landsmenn óska afnumna, hafa póíiest- ir viðurkennt, að stjórnarskráin sje sú undirstaða, sem vert sjeað byggjaáfram- farir landsins eptirleiðis, og geti hún eptir ósk konungs orðið landi og lýð til hinna mestu nota, sje vel með hana farið. pað má ætla, að skoðun alls almenn- ings á stjórnarskránni og stjórnarbótinni sje sú, sem kom fram í ávarpinu tii konungs á pjóðhátíðinni á pingvöllum, og sem áður er á vikið. Önnur LÖG en stjórnarskráin komu mjög fá út næstliðið ár. J>au voru: 1. Tilskipun um pað, að landshöfðinginn geti ákveðið hegningu fyrir minni háttar yfirsjónir, sem fangar peir, er dœmdir eru í hegn- ingarhúsið i Reykjavík, verða sekir í, dagsett 5. janúar. 2. Tilskipun um hlunnindi fyrir sparisjóði á Islandi, dagsett 5. janúar. Tilskipun pessi er að mostu samkvæm frumvarpi pví, or stjórnin lagði fyrir síðasta ping (sbr. frjettir fyrra árs bls. 13). 3. Tilskipun um ábyrgð fyrir eldsvoða í Reykjavík, dagsett 14. febrúar, að öllu leyti samkvæm frumvarpi stjómarinnar um petta mál á síðasta pingi (sbr. fijettir fyrra árs bls. 12). 4. Tilskipim um pað, að öll hegningarvinna, sem menn eru dœmdir í samkvæmt hegningarlögunum 25. júní 1869, skuli frá 15. degi ágúst- mánaðar 1874, úttekin í hegningarhúsinu í Reykjavík, dagsett 28. fcbr. 5. Tilskipun um, hvernig úttekin skuli hegningarvinna í hogn- ingarhúsinu í Reykjavík, dagsett 28. fcbrúar. Tilskipun um sveitastjórn á íslandi, gefin út 4. maíl872, hof- ur næstliðið ár öðlazt gildi, og hefur verið byrjab að koma henni í verk. Um allt land hefur verið kosið í hreppsnefndir og sýslunefndir, og hafa pær þegar tekið til starfa að nokkru leyti, en fullkomlega hefur hin nýja sveitaskipun eigi komizt á enn. Hinir nýju peningar, er slegnir voru samkvæmt peningalögunum 23. maí 1873, hafa næstliðið ár orðið gjaldgengir á íslandi; var sent til landsins talsvert af gullpeningum, hinum minni silfurpeningum, og svo kop- arpeningum, og liafa peir þegar tekið að breiðast út meðal manna. Eptir tillögum lögstjórnarráðherrans og landshöföingjans yflr Islandi hefur konungur ákvarðað, að frá 1. ágúst 1874 skyldi gefa út tíðindi um stjórnarmálefni íslands, að tilhlutun stjórnarinnar og á kostnað landssjóðsins. Á hinum tiltekna tíma var byrjað að gefa út tíðindi pessi, og skiptast pau í tvær deildir. Fyrri deildin er lagatíðindi, og inni- heldur lög og tilskipanir á íslenzku og dönsku. Síðari deildiner stjórn- artíðindi, og eru teknir í hana ýmsir konungs- og stjórnarúrskurðir, FbJETTIB i'RÍ ÍSLANDI. 3

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.