Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Síða 40

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Síða 40
40 ATVINNtJVEGIR. maður pessi var lijcr mikinn liluta sumars, og vann að því, ásamtmörgum innlendum mönnum. að þurrka upp hinar svo nefndu Arnarbœlisforir í Ölfusi, en það er eitt hiS mesta stórvirki. Hinn íslenzki jarSyrkjumaður Sveinn Sveinsson hefur enn næstliðið ár, sem árið áður, fcrðazt um landið, einkum um vesturland, til þess að vcita mönnum tilsögn í ýmsum búnaði. Jicss er vert að geta, að hið næstliðna ár voru víða cndurreist búnaðar- fjelög og jarðabótafj elög þau, er áður hafa verið, en síðan lagzt niður; og aptur voru sumstaðar stofnuð ný, sumpart fyrir heilar sýslur, en sum- part að eins fyrir einstakar sveitir. þotta var víðast einkum gjört í minn- ingu þjóðhátíðarársins, en vonandi er, að ávöxtur þess nái til margra ára. pess er fyr getið, er konungur gaf 4000 rd. til edingar atvinnuveganna, en þess er einnig vert að geta hjer, að verzlunarhúsið Örum og Wulf gaf 1500 rd. til eflingar landbúnaði í Múla- og pingeyjarsýslum. Ileyskapur varð víðaíremurlítill síðast liðið sumar, og allvíðaenn minni en sumarið áður. Framan af vorinu virtist svo sem grasvöxtur mundi verða góður, þar sem jarðvegur var óskemdur af kali, on þá komu kuldanæðingar með ísnum, er liann rak aptur að landinu í miðjum júní, og komu kyrkingi í grasvöxtinn, svo að lítið spratt úr því. Lakast voru tún sprottin og annað harðlendi, og þar á ofan boettist það, að víða voru stór svæði í túnum kalin eptir veturinn, og á stöku stað skommdust þau einnig af grasmaðki. Eng- jarog votlendi voru að tiltölu betur sprottin, og þó óvfða vel. Svo er að sjá sem grasvöxtur hafi yfir höfuð að tala vorið betri á norðurlandi og austurlandi en á suðurlandi og vesturlandi. En þótt grasvöxturinn væri hvervetna í minna lagi, þá var heynýtingin aptur góð víðast mestan hluta sumars. Heyaflinn að haustinu varð þannig lítill, engóður, cins og árið áður, en nú voru heyfirningarnar frá fyrra ári langtum minni, og sumstaðar engar eða því nær. pó að nokkrir heyskaðar yrðu í illviðrakastinu um haustið, gætti þessa eigi allmikið fyrir almenning. Heybrunar voru einnig mjög óvíða. Kál, rófur, kartöplur, hafrar og bygg spruttu í meðallagi; mel- urinn f Skaptafellssýslu f lietra lagi, fjallagrös í lakara lagi. FJÁRRŒIÍT landsmanna virðist að ýmsu leyti að hafa gengið í heldur lakara lagi næstliðið ár. Sökum þess að heyaflinn var fremur lítill árið áður, en veturinn aptur harður og langur, þá urðu öll fjenaðarhöld nokkru miður en í meðallagi hjá allmörgum. Flestir voru haustið áður birgir með hey til að mœta meðalvetri, en fáir þar fram yfir; en nú er veturinn lagðist svo snemma að, og þegar umvetumætur (1873) varð að taka mestallan pening á gjöf, þá tóku menn að sjá, að þeir hefðu ofsett á hey sín; tóku þá sumir vænsta ráðið, cn það var að fækka þegar f stað fjenaði sínum, áður en skaðinn viðþað yrðimeiri; aptur aðrirþrauk- uðu enn í voninni um bata, en er hann kom ekki, skáru margir nokkuð af fjenaði sínum, einkum lömb og kýr, um jól og nýár og allt fram að þorra; ætluðu nienn nú almennt svo á, að þeir yrðu heybirgir, þótt sífellt þyrfti að gefa öllum fjenaði til sumarmála; það stóð hjer um bil heima,

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.