Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Blaðsíða 47

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1874, Blaðsíða 47
MKNNTUN. 47 stutt að fiví að vekja sjálfsraeðvitund manna og glœða pjóðlífið; einnig höfðu fiau haft margar og merkilegar ritgjörðir um landsins gagn og nauð- synjar, mörg ágæt kvæði eptir ýms hin helztu íslenzku skákl á þessari öld, og annað fleira. Hið íslenzka fyóðvinafjelag tók nú aptur að gefa út ársrit, er nefndist Andvari; hefur það að öllu leyti hina sömu stefnu og snið sem fjolagsritin höfðu; hinn fyrsti árgangur hafði meðferðis ritgjörð eptir Jón Sigurðsson um stjórnarskrána, ýmislegt er snertir búnaðar- frœði, og nokkur fögur kvæði eptir skáldin Steingrím Thorsteinsson og Mattías Jokkumsson, o. fl. Einnig gaf þjóðvinafjelagið út almanak, með ýmsu smávegis aptan við. Af Gefn, tímariti Benedikts Gröndals,kom eitt hepti með einni ritgjörð (uin náttúru íslands). Fyrir nokkrum árum var gefið út tímarit, er nefndist Kristileg smárit, en |>að fjell niður aptnr. Nú tók byskup Pjetur Pjetursson aptur að gefa út tímarit líks efnis, er hann nefndi Ný kristileg smárit; höfðu þau meðferðis frásögur úr kirkjusögunni og andlegar huglciðingar og sálma, er miða til að glœða kristilegt líf og uppfrœðingu. Ilinar helztu aðrar bœkur, er út komu næstliðið ár, voru þær er hjersegir: 1, Hin nýju stjórnarlög íslands (stjórnarstöðulögin2.jan. 1871. stjómarskráin 5. jan. 1874, og auglýsing konungs til íslendinga 14. febr. 1874) með eptirmála optir Gísla Brynjúlfsson. 2, Lestrarbók handa alþýðu á Islandi eptir pórarin Böðvarsson, einhver hin þarf- asta og nýtasta bók fyrir unglinga og alþýðu manna. Efni hennar er mjög fjölbrcytt og fróðlegt. þar eru í stuttu ágripi hin helztu atriði úr stjömu- frœði, jarðfrœði, náttúrusögu, eðlisfrœði, efnafrœði, landafrœði og mannkyns- sögu, og sjerstaklega úr landaffœði og sögu íslands; enn fremur hin al- mennustu undirstöðuatriði heilbrigðisfrœði, lögfrœði, trúarfrœði, siðafrœði og sálarfrœði; þar er og Iærdómsrík ritgjörð um „krapt sjálfra vor“, ýms heilræði og spakmæli, alvarlegar og gamansamar smásögur, skáldsögur, þjóðleg og fögur kvæði o. fl. pess konar bók hafa landsmenn lengi þráð og þurft að fá, með því að hingað til hefur verið skortur á flestum al- þýðlegum frœðibókum á íslenzka tungu. Lestrarbók þessi, er hefur svo fjölbreytt efni, bœtti talsvert úr þessum skorti; og þótt eigi yrði í slíkri lestrarbók sagt nema stuttlega frá hverri frœðigrein fyrir sig, og á stöku stöðum sje ónákvæmni, getur hún eigi að síður orðið að miklum notum, og það því frernur sem efnið er einkar vel valið, tekið að eins hið vem- legasta og svo skipulega fyrir komið sem þörf er á. Svo sem við mátti búast, tóku landsmenn við þessari bók tveim höndum, og hefur hún þeg- ar náð allmikilli útbreiðslu meðal almennings; í sumum prestaköllum hef- ur hún komizt á hvert heimili, og má af henni vænta hinna beztu ávaxta í tilliti til uppfrœðingar alþýðu, sem er eitt hið helzta skilyrði fyrir fram- förum landsins. 3, Um náttúru íslands eptir Benedikt Gröndal (í tímaritinu Gefn). Rit þetta cr stutt, en næsta efnismikið ogfróðlegt, þar sem höfundurinn skýrir í því frá öllum kunnugum tegundum hins íslenzka náttúrurikis, og skipar þeim í flokka á vísindalegan hátt; er rit þetta því

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.