Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 4
6
fífumýri«. En þar eð nes þetta er nú farið í Affallið er það ekki
lengur til og því engra þinghaldsleifa þar að leita. — Hann tekur
það fram að endingu, að þetta sje aðeins möguleikar, sem honum
þykja ekki ólíklegir.
Árið 1920 (31. júlí) veitti stjórnarráðið leyfi til, að bærinn Brók,
sem er um 4 km. fyrir norðan þennan stað, er þeir Páll og Brynj-
ólfur hafa átt við, nefndist Hvitanes. Hafði sýslumaður sótt um þetta,
þar eð telja mætti líklegt, að hinn forni þingstaður hafi verið í ná-
grenni við þennan bæ. Enginn ákveðinn staður er nefndur í umsókn-
inni, en fyrir 2 árum gat sami sýslumaður, herra Björgvin Vigfússon,
þess við mig, að skamt
austur frá þessum bæ
væri bent á nokkrar
fornar tóptaleifar, sem
kynnu, ef til vildi, að
stafa frá þinghaldinu á
Hvítanes^ en að stað-
urinn kynni að hafa
dregið nafn sitt af fífu.
Er jeg fór að Bergþórs-
hvoli síðastliðið sumar
(sd. 26. júní) kom jeg
við í Ey og minntist
þá annar bóndinn þar
á þessar sömu tópta-
leifar við mig, og þessa
ágizkun manna, að þær
kynnu að vera búða-
tóptirHöskulds ogþeirra
Var orðið áliðið dags
og gat jeg ekki komið
því við, að athuga stað-
inn og tóptirnar í þetta
sinn, því að þær eru
úti í högum, um lVa
km. fyrir austan-land-
norðan bæinn. Sd. 21.
ág. gat jeg loks komist
til að fara að skoða
þetta og vísuðu þeír
Eyjar-bændur mjer á