Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 57
59 En þótt kirkjan í Skálhoiti sé, að heita má, óhæf til varðveizlu forngripa, er þó öðrum minjum staðarins meiri hætta búin en því, sem þar er geymt. Er hér átt við ýmis örnefni í landareign Skálholts, sem segja sum hver til um all-merka staði. Allur þorri örnefna um Skálholtsland er þó auðvitað gleymdur. Og þegar hálft höfuðbólið hefir verið lagt í eyði, eins og nú er komið á daginn, og þess má vænta, að ábúandaskifti verði ósjaldan á þeirri hálflendu, sem enn er að vísu byggð, og þangað berist ókunnugir menn, er ekki annað sýnt en þau örnefni, sem menn kunna nú skil á, gleymist fljótlega. Mætti vænta þess, að sú kynslóð, sem bæri gæfu til þess að sýna Skálholtsstað tilhlýðilegan sóma, þótt ekki væri í öðru en því að reisa þar trausta kirkju eða kapellu, kynni íslenzkuin fræðimönnum litlar þakkir fyrir hirðuleysi um þann fróðleik lútanda að staðnum, sem sjálfgert var að halda til haga. Ritgerð þessari er ætlað að nefna og skýra eftir föngum öll þau örnefni, sem enn eru varðveitt um Skálholtsland og all-forn verða talin. Hefir sá, er þetta ritar, sjálfur athugað gaumgæfilega alla þá staði, sem örnefni þessi segja til um, en auk þess um langt skeið leitað sér allra upplýsinga, sem unnt hefir verið að afla sér hér að lútanda hjá elztu mönnum eystra eða hér í Reykjavík, sem kunnugir voru um þessar slóðir. Hafa þannig fengizt ýmislegar upplýsingar, sem varðveizt hafa mann fram af manni í bændaættum í nágrenni Skálholts. Öllum þessum mönnum er höfundur ritgerðar þessar þakklátur fyrir þann fróðleik, sem þeir hafa látið honum í té. Þá hefir hann átt tal um þetta mál við landsbókavörð, dr. phil., Guðm. Finnboga- son, sem er, eins og kunnugt er, manna áhugasamastur um öll þjóð- leg fræði. Hefir þeim komið saman um, að nauðsynlegt væri að láta uppdrátt af Skálholtslandi fylgja ritgerðinni, til þess að ókunn- ugir menn, sem kynni að lesa hana, gæti fremur áttað sig á afstöðu örnefnanna. Hefir G. F. bent þeim, er þetta ritar, á ágæta tilhögun, sem hann hefir hugsað sér um þessi efni og raunar nýlega bent á opin- berlega. Er hún m. a. fólgin í því að merkja örnefnin á uppdrættin- um að eins með tölu í stað þess að skrá þar nöfn þeirra. Fylgir síðan tölumerkt skrá, þar sem nöfn þeirra eru greind, og loks þær skýringar og athugasemdir, sem kostur er á, út af fyrir sig. Er upp- drættinum einnig, lesöndum til hægðarauka, skift í deildir með lóð- réttum línum (frá norðri til suðurs), og eru örnefni þar talin í sömu stefnu í hverri deild út af fyrir sig. En vegna þess, hve mörg örnefni eru í kring um sjálfan staðinn, hefir þótt hentugra að hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.