Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 32
34 er þó lagt niður. Hinn forni hestasteinn, er stóð á hlaðinu, og sjest enn holan eftir hann, er í garðanum á fjárhústóftinni. Jeg bað annan bóndann, (þar er tvíbýli), að taka steininn úr garðanum og flytja hann heim á hið núverandi hlað. Á nesi litlu, er gengur fram í vatnið, var mjer sýnd tóft, er talið var, að væri kirkjugarður, en jeg hygg, að það geti varla verið svo; tóft þessi er því nær hringmynduð, 4X4V2 faðmur. Mjer þykir líklegra, að kirkjutóftin sje vestur frá hinum forna bæ, frammi á hólbrúninni. Grafreitur á Staðarbakka. Vorið 1917 byggði Þorvarður Ein- arsson, er þá var bóndi á Staðarbakka, að nýju bæ, h. u. b. 3 föðma í suður frá gamla bænum, þar sem áður hafði staðið lambhús i nokkur ár. Þegar grafið var fyrir kjallara hins nýja bæjar, og komið um 2 álnir niður, kom ofan á mannabein, í austurhlið kjallaragrafar- innar; voru það fótleggir og fleiri bein; virtust þau vera úr stór- vöxnum manni, en ekki gróf hann svo langt, að höfuðhlutinn kæmi í ljós. Við suðurgafl kjallarans varð fyrir önnur gröf; í henni voru beinaleifar, en mjög voru þau fúin og hjeldu sjer ekki; var sú gröf minni en hin. Grafið hafði verið ofan í móberg, sáust því grafirnar glögt, er hreinsað var upp úr þeim, lögun og stærð. í vesturhlið, nærri norðurgafli, varð fyrir þriðja gröfin, voru bein í henni, en mjög fúin. Við trjeleifar varð vart í öllum gröfunum; hafa því kistur verið um líkin. Grafirnar sneru frá austri til vesturs. Við vesturhlið nær miðju var grjóthrúga, er virtist vera bygg- ingarleifar, en ekki var það rannsakað neitt. Stærð kjallarans er 6 álnir á breidd og 10 álnir á lengd. Nýi bærinn snýr frá norðri til suðurs. Nokkru siðar, sama sumarið, var grafið fyrir snúrustaur 9—10 m. í suður frá nýja bænum. Þegar búið var að grafa um eina alin niður, komu þar beinaleifar og sáust þar og trjeleifar. Um 10 faðma í suðaustur frá bænum sást þá fyrir garði fom- legum, á litlum spotta, nú er búið að sljetta þar. Þorleifur Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.