Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 21
23
Kringum svæði þetta eru landnámsmenn nefndir: Kolbeinn Sig-
mundsson af Vestfold, nam Kolbeinsdal, og Hjalti Þórðarson, nam
Hjaltadal »at ráði Kolbeins«.
Menn þekkja nú engan stað, sem Hálsgróf heitir, og vita ekki
hvar hún hefur verið.
En með athugun má leita þann stað uppi og færa allsterkar
líkur fyrir, að rjettur staður sje fundinn.
Milli Hjaltadals og Kolbeinsdals myndast tunga, sem endar að
norðan við ármót Hjaltadalsár og Kolbeinsdalsár. Tunga þessi hækkar
og breikkar, því sunnar sem dregur, og kallast Ástunga yzt, en
Ás framar. Ásinn smáhækkar að háum fjallshnjúk, sem kallast Elliði.
Þegar suður að Elliða dregur, er Ásinn hár mjög og rjettnefndur
Háls, enda er hann kallaður svo af sumum.
Milli Brekkukots og Viðiness, næsta bæjar norðan við Hóla,
liggur mjög djúp laut þvert yfir Ásinn (= Hálsinn) milli Kolbeins-
dals og Hjaltadals. Er hún kölluð Gróf og er skamt utan við Elliða.
í jarðaleigureikningi Hólastóls frá árinu 1388 eru allar jarðir í
Hjaltadal taldar nema Brekkukot, en sú jörð er næst norðan við
áðurnefnda Gróf, vestan undir Ásnum, en austan við Hjaltadalsá.
Aftur á móti er með Efra-Ási talin Hálsgróf. Þá er landsskuld
af þeirri jörð »tíu lamba eldi og tvævett naut«. (DI. III. B. bls. 410).
Jeg tel engan efa á því, að sú jörð er sama jörðin og Brekku-
kot nú, því að Hálsgróf er einmitt talin í þeirri röð í brjefinu eins
og hún hefði verið milli Víðiness og Efra-Áss, einmitt þar sem Brekku-
kot er nú. En seinni tima jarðaskrár sýna, að Brekkukot er bygt úr
Efra-Ásslandi. Sje þetta rjett, sem mjer virðist engum vafa bundið,
verður frásögn Landnámu skiljanleg. Ásinn hefur í fornöld kallast
Háls, enda á það fult svo vel við. Áðurnefnd Gróf er þá Hálsgróf
sú, sem getið er um, og hún hefur takmarkað landnám Öndótts að
sunnan, austan megin Hjaltadalsár. Bærinn norðan við Grófina hefur
heitið eftir henni. Og átti það nafn ágætlega við staðháttu. En seinna
á öldum hefur sú jörð lagst í eyði, en bygst aftur, og þá hefur nafnið
breyzt. Þekkjast mörg dæmi þess, þótt ekki sjeu þau hjer greind.
Land Öndótts, »eystra megin ofan frá Hálsgróf«, er þá aust-
an við Hjaltadalsá, að Víðinesslandi, niður með Kolbeinsdalsá til
sjávar. En vestan Hjaltadalsár frá Skúfstaðaánni, alla Viðvíkur-
sveit og suður að Gljúfrá, sem takmarkaði að norðan landnám
Kollsveins1) hins ramma. Fellur hún vestur í Hjeraðsvötn, en þau
1) Kollsveinsstaðir, bær Kollsveins, eru fyrir löngu komnir í eyði, en rúst-
irnar sjást enn og halda nafninu.