Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 67
69
honum í stefnu á Hvítasker, norðan-til við bátaleiðina, ef farið er
fyrir ofan Hvítasker, er steinn, sem heitir Sturlaugur (83), kendur við
Sturlaug Einarsson í Rauðseyjum. Útnorður-af Urðarhólma er lítil
flaga; hún heitir Herdisarflaga (84), og austur-af henni Herdísar-
flögustöng (85). Milli Urðarhólma og Herdísarflögu heitir Suðuráll
(86). í honum er steinn kallaður Alsteinn (87). Norðvestur-af Her-
dísarflögu er Suður-Flatey (88). Sundið milli þeirra heitir Vesturáll
(89). Vestur-af Suður-Flatey er Vestur-Flatey (90). Útsuður-af Flateyj-
unum er hár hólmi, sem heitir Gathólmi (91). Dálítinn spöl vestur-af
honum er Hvanney (92). Landsuður-af henni eru Hvanneyjarsker
(93). Útnorður-af Hvanney í stefnu á Bíldsey eru tvö sker, sem heita
Svörtusker (94). Norður-af Suður-Flatey er hár hólmi, sem heitir Grens-
hólmi (95). Milli þeirra heitir Grenshólmavör (96). Norður-af honum
er Vestur-Seley (97); hún nær norður að Treganesstraum (98). Sunnan-
við hann er Straumflaga (99), hún er á móti Treganesstönginni.
Vestur-af Seley er Einisey (100); það er há ey og mjótt sund á milli
þeirra. Vestur-af Einisey er all-hár hólmi, er heitir Rúghólmi (101).
Útaf honum er mikill skerjagarður með tveimur stöngum á. Þessi
sker öll heita einu nafni Stangasker (102). Sund er á milli stanganna,
sem heitir Stangasund (103). Frá nyrðri stönginni gengur langur
skertangi í norður. Rjett við endann á honum er steinn, sem heitir
Thorlacius (104), kendur við Árna sál. Thorlacius í Stykkishólmi.
Austur-af Vestur-Seley er hár hólmi, sem heitir Bótarhólmi (105). Stórt
rif er af Vestur-Seley austur í hólma, sem heitir Lambatangi (106).
Suður-af honum eru þrír hólmar, kallaðir Nerlur (107). Landsuður-af
þeim er all-hár steinn, kallaður Hákon (108). Suður-af honum, nær
Yzteyjarflögu, er hvítleitt sker, kallað Mjelsker (109). Norður-af Trega-
nesstönginni er hólmi, er heitir Grœnhólmi (110). Móti honum heitir
tangi á Hrappsey Svartitangi (111). Þar norður-af er Stangarhólmi
(112) og nokkru vestar hár hólmi, sem heitir Hundshaus (113). Norð-
ur-af þeim er hár hólmi og heitir Vitaneshólmi (114). Þar norður-af
við Skörðustraum er hár hólmi, er heitir Eyjagafl (115). Fyrir norðan
Klakkeyjar eru tvær eyjar, tilheyrandi Hrappsey; hin syðri heitir
Úrkelsey (7116), og svo Úrkelseyjarflaga (117), hin Grímsey (118);
syðst á henni heitir Kriuból (119), en vestast á henni Undirlendi (120).
Um hana miðja að vestanverðu er Gudduvik (121), en Grímseyjar-
flaga (122) austast. — Jeg bjó 17 fyrstu árin af 20. öldinni í Hrapps-
ey og þá voru þessi örnefni þar, og áður.