Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 7
9 cm., þá svört gosaska um 3 cm., þar fyrir neðan mold, dálítið leir- blandin, um 25 cm., og síðan var grafið um 37 cm. ofan í hreinan sand. Þessar syðri tóptir eru mjög nærri fljótinu og mun sandurinn stafa frá því. Við gólfskán eða tað varð alls ekki vart. Þar næst grófum við í eina af nyrðri tóptunum. Þar varð hið sama fyrir efst, en fyrir neðan gosöskulagið var enn þykkara moldarlag en i syðri tóptunum; grófum við 135 cm. djúpa gröf og komumst þó ekki niður úr mold. Við gólfskán varð ekki vart. Allar eru tóptirnar mjög útflattar og vallgrónar, harðla fornlegar á að sjá, enda hefir sandurinn strokið um þær og kæft þær nokkuð. Þó eru þær full-greinilegar enn. Lítil líkindi þykja til þess, að þær sje eptir sauðahús eða önnur peningshús, en því meiri eru líkurnar fyrir því, að þær sjeu eptir þingbúðir, og þá helzt þeirra Höskulds. Staðurinn var að því leyti hentugur fyrir samkomustað fyrir hann, að hann er mjög miðsvæðis í því hjeraði, sem hann átti fylgismenn í og við einn aðal-veginn. Qott og gnægt neyzluvatn var hjer og hrossahagar ágætir, enn það tvent vóru nauðsynjar á öllum þingstöð- um. Staðurinn hefur verið afgirtur, eins og Lambanes-þingstaður (sbr. Árb. 1924, bls. 38—39 nm.). Hefur það verið gert vegna hesta. Hjer er svo mishæðalaust, að ekki hefur verið nein veruleg þing- brekka, svo sem á vorþingastöðvunum. Ef til vill hefur pallurinn upphækkaði, sem er suðvestanvið löngu tóptina einstöku meðal hinna nyrðri, komið i stað þingbrekku eða verið notaður á svipaðann hátt. Þar sem Valgarður segir í sögunni, að hann hafi komið á (og ekki /) Hvítanes (sbr. einnig orð Njáls) bendir það til, að Hvítanes hafi verið flatt, og jafnvel helzt lágt og tiltölulega breitt, miðað við lengd þess. Svo er um þetta nes, sem Eyjarfljót myndar hjer. En hvers vegna þetta nes skyldi geta kallast Hvítanes, það verður nú ekki sjeð, enda er óvíst hins vegar, hvers vegna Hvítanes var kallað því nafni. Nú er hjer hvorki hvit leirjörð nje fífa; en vitanlega getur verið orðið hjer umbreytt að þessu leyti á 9 öldum. Þykir mjer þetta ekki ósanna, að hjer sje fundinn hinn forni Hvitanes-þingstaður, en [búða- tóptirnar hins vegar gera það mjög liklegt, að hjer hafi hann verið. Matthias Þórðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.