Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 8
Holtsvað og Holtavað.
Örnefni þessi þekkjast einungis af Njálu (116., 117. og 131. kap.),
og ekki nema hið fyrra í mörgum handritum. Nöfn þessi bæði eru
tengd við hvíld og áfangastað Flosa, á leið hans til alþingis árið 1011,
og Holtsvað líka við liðsafnað Kára eftir Njálsbrennu, sama sumarið.
Af því að árnar eru ekki nefndar með vöðunum, hafa afritarar
Njáluhandrita að líkindum, annaðhvort mislesið einn staf, eða ætlað
að leiðrétta hann, og þannig af ókunnugleika gert eitt nafn úr tveimur.
Nokkrir fræðimenn hafa reynt að ráða úr þeirri gátu, hvar vöð
þessi hafa verið. En gátan er ekki aðeins um það, hvar vöðin hafa
verið á vissu vatnsfalli, heldur ennfremur, á hvaða ám þau hafi verið,
og hvort þau voru eitt eða tvö. Sumir telja tvo staði líklegri, og að
Holtauað hafi verið yfir Þjórsá. En þar fær þetta vað þrjá staði: Hjá
Páli alþm. i Árkvörn (Safn. II. 530) verður vaðið eitt, og sama sem
Eyjavað, neðan við Þrándarholt. (Það eyðilagðist af árgrefti við vest-
urbakkann rjett fyrir 1900). Kaalund (Hist. Top. I. 193, 227) bendir á
Nautavað. Það á þó að vera mikið yngra vað, eftir sögn um stroku-
naut frá Skálholti, er fyrst áttu að fara þar yfir ána — annaðhvort að
Skarði, naut Páls biskups, eða klausturnautin úr Skaftafellssýslu. En
Brynjólfur Jónsson fornfr. telur (Árb. Flf. 1896,30) Holtavað á milli nefndra
vaða á Þjórsá, ofantil við Árnesið. Mun það rétt vera, og nafnið kent
við Þjórsárholtin — þ. e. Holtasveit og Landmannahrepp að neðanverðu.
Það er viðurkent, og auðskilið í Njálu, að Landmenn (og Holta-
menn?) eigi fáir voru þingmenn Hjalta i Þjórsárdal, þó áin væri
milli þeirra. Hjalti hefur sjálfsagt haft bæði vald til þess og þurft
þess oft, að kalla þessa þingmenn sína til vitnis og liðstyrks á þingi
Árnesinga, þarna í Árnesinu.
Holtavað leiddi ferðamenn, er að austan komu, efst í Árnesið.
Get jeg þess nú til, að þessi sje undirrót nafnsins — og hafi vaðið
máske verið í fyrstu kallað Holtamannavað. Má og sýnast ekki ólík-
legt, að þingstaður Árnesinga hafi verið settur á þennan óvanalega
afskekta stað, einmitt vegna Holtamanna, sem þangað urðu að sækja.
— Fleiri Árnesingar en Hjalti, og aðrir á undan honum, gátu líka