Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 39
41 hefur áin hert á skemdum við og við, og finst eitthvað um það bók- að (í þingbók Árnessýslu), þrisvar sinnum a. m. k. Meðal þingmála í Sandvíkurhreppi 1724 er þetta bókað: »Var út- gefin vitnisburður viðvíkjandi þeim stóra skaða og hættu, sem orsak- ast hefur af Ölvesá á næst liðnum vetri uppá Kalldaðarnes og þess undirliggjandi jarðir og hjáleigur, hvor vitnisburður samþyktur var með almennilegu lófataki af þingsöfnuðinum og sannur játaður«. — Vitnisburðinn sjálfan um skemdirnar vantar, því miður. 60 árum síðar, 1784, lýsir Finnur Jónsson biskup Kallaðarnesi í bréfi til stiftamtmanns (22/i — Bréfab.) á þessa leið: Kallaðarnes spítali hefur engin hlynnindi, nema hann á bújörðina stóra og góða, með miklum slæjum. En engjarnar og hjáleigurnar bíða mikið tjón af árbroti árlega. Má svo heita að 2 hjáleigurnar séu brotnar af á síðustu 3 árum. Vafalaust er biskup hér að tala um fyrnefndu, hættsettu hjá- leigurnar, Lambastaðahjáleigu og Miðhús. Þær hafa því að líkindum verið fluttar um þetta bil, og varla síðar en um 1800. Nokkru síðar, 1806, gerir áin umtalsvert tjón, í aprílmánuði. Hljóp áin þá mjög á slæjulönd og gerði mikinn usla á báðar hliðar, eink- um í Kallaðarnesi og Arnarbæli. Eftir amtsskipun skoðar sýslumaður jarðspjöllin með 6 bændum á hvorum stað, 2. og 6. júní. Telja þeir ilt, sjerstaklega Ölfusingar, og óhægt að ákveða skemdirnar fyr en að liðnum slætti. Um Kallaðarnes er þó sagt, að skemt sé */s af túninu og ‘/s af beztu engjunum. Minna á 9 kotbýlum þar í kring, en þó á öllum nokkuð. Skýrsla Ölfusinganna er öll nákvæmari. Og þó hún sé nokkuð löng, sýnist ómaksvert að taka úr henni aðalatriðin, helst vegna margra góðra örnefna: í Arnarbæli hafði áin brotið ræmu af túnbökkum á 10—20 föðmum og að 2—3 föðmum á breidd — »víðast mikið mjórri og allvíða ekkert«. Hinsvegar voru engjarnar þá skemdar meira af yfirburði en undanbroti. 1. Lambey. Gaf af sér í meðalárum 180— 240 hesta, en viðbúið þetta sumar varla yfir 120 hesta. 2. Álftar- hólminn. Líka skemdur meira en til þriðjunga — so líklega gefur ei af sér mikið yfir 80 kapla. 3. Langhólmi, sem áður gaf af sér 15—20 kapla. Nú að líkindum so lítið sem ekkert (líkt um fleiri smáhólma). 4. Hólmurinn víða svarðflettur og sandkafinn á norður og austurbökk- um sínum sem svara mundi V2 kýrfóðurs skaða. 5. Varphólmar, mikið skemdir af sandi, »einkum sá efsti og syðsti«. Er því varpið mikið minna en áður. Sumarbeitarlaust fyrir fé og hesta »frá túnum hverf- isins alt út að Garðrás, að meðtöldum Garð- og Bjálkhúsa-eyjum«. Mest skemt að heimanverðu »uppbrotið, svarðflett og sandkafið, svo að sumstaðar skiftir föðmum, og sér ei mikið yfir lls eða */2 þúfna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.