Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 72
Lítil athugasemd.
í Árbók Fomleifafjelagsins 1925—1926 hefur Jósafat S. Hjaltalín
í Stykkishólmi ritað grein um »Hof« í Miðfirði. Neðanmáls á bls. 54
setur hann þessa klausu:
»Þá munnmælasögu heyrði jeg í æsku, að Skeggi (= Miðfjarðar-
Skeggi) hefði haft annað bú fram á Skeggjastöðum í Vesturárdal.
Bendir hún til þess, að hann hafi eigi þurft að nota Hofsland sjálfur,
og því selt það. Er margt ótrúlegra en það, því fram í Miðfjarðar-
dölum eru landkostir betri en úti á Hjeraðinu og heiðalönd mikil.
Vegalengd hefur víða verið meiri en þar á milli búa fornmanna. Að
Skeggjastaðir í Miðfirði hafi fyr heitið Skeggvaldsstaðir, eins og Mar-
geir Jónsson getur til í ritgerð sinni í Eimreiðinni 29. árg., »Sann-
fræði íslenzkra sagna«, hefir að mínu áliti við ekkert að styðjast«. —
Síðustu orðin get jeg ekki látið afskiftalaus, þótt höf. færi ekki önnur
rök fyrir þeim en sitt eigið álit og munnmælasöguna.
í skýringarriti mínu um húnvetnsk bæjanöfn hef jeg lýst yfir
því áliti mínu, að Skeggjastaðir hafi heitið Skeggvaldsstaðir (eða jafn-
vel Skeggvaldastaðir). Rök fyrir Skeggvaldsstaða-nafninu færði jeg
þessi: í skjali frá árinu 1394 og endurritun þess árið eftir stendur
Skeggvalldzs., Jarðabók Á. Magn. Skeggvalds, Jarðabók 1696 Skegg-
halds. En Skeggjastaðir kemur fgrst upp í Johnsens Jarðatali (1848).
Eftir að jeg reit skýringar mínar, rakst jeg á nafnið í þingbók Þórðar
lögmanns Guðmundssonar, skrifaðri 1589, og þar stafrjett: Skegguallds—.
Það þarf ekki mikla skarpskygni til, að sjá hver breyting hefur orðið
á nafninu, miðað við nú-notað nafn, sem er ekki 100 ára gamalt. En
á þeim tíma verður að álíta, að munnmælasaga Jósafats hafi mynd-
ast. Það er eftirtektarvert, að allar elstu heimildir hafa d í nafninu.
Það virðist því vera upprunalegt, og styrkir því vel álit mitt, en
vegur gegn þeirri tilgátu, að upprunanafnið hafi verið Skegg-Halls —
eða Skeggkarls.
Geta má þess, að nafnafræðingurinn sænski, E. H. Lind, ætlar að
rjetta nafnið sje Skeggvalds-, og dr. Hannes Þorsteinsson telur það
»allsennilegt« í hinni fróðlegu nafnaritgerð sinni: »Rannsókn og leið-