Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 3
5 þing með mönnum á Hvítanesi, eru jafnframt líkur til, að þeir hafi bygt þar búðir, og að orð þau, sem höfð eru í Njáls-sögu eptir Val- garði, sjeu á rjettum rökum bygð. Sennilega hefur ekkert þinghald átt sjer hjer stað annað en Höskulds og það hefur naumast verið fleiri en 5 ár (1006—1010). Hjer hafa því varla verið bygðar margar búðir; það því síður, þar sem gera má ráð fyrir, að hvert þing hafi verið skamt, flestir sjeð fram á, að þetta myndi trauðla geta átt sjer langan aldur og margir þingheyjendur látið sjer nægja, að hafa tjald eitt um þingtímann, en ýmsir úr nágrenninu riðið heim til sín að kvöldi. í ritgerð sinni um forn örnefni o. fl. í Rangárþingi (Safn t. s. ísl. II, 498—557) hefur Páll Sigurðsson i Árkvörn haldið því fram, að Hvítaness-land hafi verið sama og nú er Fíflholts-land í Vestur-Land- eyjum og að þingið hafi verið háð í túninu, sem nú er, á Eystra- Fíflholti (Safn II, bls. 528). í annan stað segir hann (í nmgr. á bls. 513), að Bleiksá þar skamt frá hafi eptir fornum sögnum fyrrum heitið Hvítilækur og »þar af hafi Hvítanes nafn fengið«. Hann segir ekki beinlínis við hvað nesið hafi myndast, en helzt má ætla, að hann hafi litið svo á, sem það hafi myndast milli þessa Hvítalækjar að vestan og Vorsabæjarlækjar að suðaustan. Hann virðist ekki hafa álitið, að þingið hafi verið háð á því nesi, Hvítanesi, sjálfu. Sigurður Vigfússon athugaði þennan stað, túnið í Fíflholti, 25. ág. 1883 (sbr. Árb. 1888—92, bls. 45—46) og sá þar lítil vegsum- merki eptir þinghald í fornöld, nema eina vafasama tópt, er hann segir, að »kynni að vera hið gamla Hvítanes, því að fornir farvegir eptir fljótið eru til beggja hliða, eins og um allar Landeyjar ,út’ og ,austr’. Sumir halda, að Hvítanes hafi verið í Lambey, sem er niðr undan Breiðabólstað«. Það hefur verið ritgerð Páls, sem hefur komið Sigurði til að athuga þennan stað og rita þannig. Vissulega hefur hann átt við að Fiflholt, túnið eða svæðið umhverfis bæina, hafi kunnað að vera Hvítanes, og þessi vafasama tópt forn búðartópt. En um báða þessa staði, sem Sigurður nefnir, Fíflholt og Lambey, er það að segja, að þeir voru þingstaðir síðar á öldum.1) Loks ritaði Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi um Hvítanes í Árb. 1900, bls. 1—4. Hann virðist ekki hafa áttað sig fullkomlega á greinargerð Páls og hvað hann áleit í rauninni, að heitið hefði Hvíta- nes, en setur fram einmitt það sem virðist hafa vakað fyrir Páli, að nesið, sem hlaut að hafa myndast milli Bleiksár og Vorsabæjarlækjar, muni hafa verið kallað Hvítanes; »þurfti eigi annað en að þar væri 1) Sbr. Kr. Kálund, Isl. beskr. I, 237 og 253.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.