Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 61
63
25. Flatabrún er grasigróinn mýra- og vallendisfláki, sem hallar til
austurs.
26. Hestaklettur sést nú naumast, með þvi að fjárhús hefir verið
byggt þar.
27. Þengilseyri er að vísu eigi lengur talin til Skálholtslands;
fylgir nú Iðulandi. Hins vegar er hún svo kunn í sambandi við
komu þeirra Teits Gunnlaugssonar í Bjarnanesi og Þorvarðs
Lofssonar á Möðruvðllum til Skálholts árið 1433, er þeir fóru
að Jóni biskupi Gerrekssyni, að rétt þótti að auðkenna hana
á uppdrættinum. *)
28. Þorlákshver er eitt þeirra örnefna, sem kennt er við Þorlák
biskup hinn helga Þórhallason.
29. Bolhaus er dálílil vall-lendishæð; þar er nú kartöflugarður.
30. Stekkjatún eru allmiklir vall-lendisbalar, sundurskornir af sand-
giljum.
31. Sléttur er allmikið engjastykki, nyrzt í Skálholtstungu, að vísu
allþýft.
32. Litli-Hver mun vera tiltölulega ungt nafn á hver einum á
miðjum „Sléttum“.
34. Smiðjuhólar nefnast tvö allstór holt austur við Langasund.
Er mælt, að þar hafi staðið smiðja Illuga staðarsmiðs Jóns-
sonar, sem uppi var á dögum Finns biskups Jónssonar.1 2)
37. Helgu-Systur eru tvö vörðubrot austur við Langasund.
38. Söðulhóll er að vísu í Laugaráslandi, eins og sjá má á upp-
drætti I. Hann er grýttur og sumstaðar vallgróinn. Þessa ör-
nefnis er hér getið einungis vegna þess, að það er frægt orðið
í sögu siðskiftaaldar í sambandi við dráp Diðriks van Mynden
og félaga hans, sem vegnir voru í Skálholti árið 1539; voru
þeir dysjaðir i Söðulhól.3)
b. Við uppdrátt II.
1. íragerði nefnist enn í dag norðvesturhluti túns þess, er fylgir
vestari hálflendu Skálholtsstaðar, í norðvestur frá bænum. Er
mælt, að þar hafi verið dysjaðir sveinar Jóns biskups Gerreks-
sonar, er drepnir voru 1433.4)
1) Sbr. Biskupa-annála Jóns Egilssonar, Safn t. s. ísl. I., bls. 35.
2) Um Illuga þennan má lesa sagnir, sem Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi
hefir tint saman og prentaðar eru í Blöndu (Sögurit XVII) II., 1, bls. 210—212.
3) Biskupa-annálar Jóns Egílssonar, Safn til sögu ísl. I., bls. 71, sbr. Safn
til sögu ísl. I., bls. 666.
4) Sbr. Biskupa-annála Jóns Egilssonar, Safn til s. fsl. I., bls. 36. Sjá enn-