Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 17
19 Skefils, verið nokkurntíma miðuð við Sauðána, hefði Sauðá vitanlega, sem stóð í landnámi Sæmundar, ekki átt landið norðan við ána. Hafi Skefill eignað1) sjer þessa sneið milli ánna, mun sá eignarrjettur aldrei náð hafa viðurkenningu og Sauðá talið landið eftir sem áður. Hitt er sennilegt, að Skefill hafi nytjað Hálsana þar upp af, sem svo kallast, með því að beita þangað fjenaði sínum, því að Sæmundur átti örðugt með að verja svo vítt land, eins og landnám hans hefur verið. Taki maður trúanlega þá frásögn, að Eilífur örn nemi um Laxárdal, verður Skefill að nema um Gönguskörð og Reykjaströnd. Annað land var ekki til á þessu svæði handa honum. Þetta fær stuðning frá annari sögn í Landnámu. Hún segir, að Arnór sonur Skefils byggi í »Gönguskarði«2). Enginn bær með þessu nafni þekkist nú á þessum slóðum. En Skarð er til. Jeg er ekki í neinum vafa um það, að bæjarnafnið hefur styzt, eins og kunnugt er um önnur Skarðs- nöfn í daglegu tali, — og þá hlýtur Skarð að vera landnámsjörð Skefils, því að Arnór hefur tekið við föðurleifð sinni. Hið rjetta landnám Skefils hefur því náð yfir Reykjaströnd, suð- ur að Gönguskarðsá og vestur í Skörðin móts við Eilífs-landnám. Og hefur þá Skefill bygt nærri í miðju Iandnámi sínu, eins og ýmsir landnemar gerðu. Rjett er að benda á það merkilega atriði, að áin heitir Gönguskarðsá, en ekki Gönguskarðaá, en það hefði hún orðið að heita, ef hún var kend við sveitina Göngus/cörd. Annars held jeg, að sveitarheitið hafi verið í eintölumynd upphaflega, og bærinn verið samnefndur því. Og áin, sem fellur til sjávar sunn- an og neðan við Skarð, geymi þær leyfar, ásamt bæjarnafninu. — En af þessu leiðir það, að landnám Eilífs hefur ekki náð að Göngu- skarðsá. Mun því Laxárdalsheiðin hafa takmarkað land hans að sunnan, enda var það feikna stórt flæmi, þótt það næði ekki lengra suður. Eins og kunnugir vita bezt, er Mánaþúfa norðvestan á Skaga, beint uppundan Mánavík3). Frásögn Landnámu er því villandi þar sem sagt er frá landnámi Hólmgöngu-Mána. Munu flestir skilja svo, að Mánaþúfa sje austan á Skaga. Melabók tekur það sjerstaklega fram, að Eilífur örn hafi numið »Skagaströnd hina eystri« frá Mánavík. 1> Sbr. Melabók, sem segir, að Skefill »helgaði« sjer landið utan við Sauðá. 2) Landn. bls. 110. 3) Mánaþúfa á að vera haugur Mána og »er að sjá ómerkilegur grjót- hóll«, segir Jóhannes Guðmundsson, er bjó í Hólabæ í Langadal. Hann var skýr og athugull maður og hefir ritað fróðlega ritgerð um örnefní í Austur-Húna- vatnssýslu. Er ritgerð sú í Landsbókasafni nr. 1824 4 to, Hann gizkar á, að landnám Eilífs hafi náð yfir þveran Skaga, en Hólm- 2*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.