Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 18
20 Auðsjeð er það, að höfundur Melabókar hefur tekið þetta orða- lag hjá sjálfum sjer, en að líkindum eftir lýsingu einhvers kunn- ugs manns, því að austurströnd Skagans mun aldrei hafa fengið það' nafn, heldur kallast hún venjulega Skagi, og hefur kallast það, svo> lengi sem heimildir ná. Þess ber og að geta, að Holti, sem nam Langadal frá Móbergi, hefur alls ekki numið lengra út en að Laxá, og jafnvel ekki svo langt. En þá vantar alveg um það, hver numiö hafi frá landnámi hans og út að Fossá eða landi Mána. Eru á svæði því, auk suðurhluta Skagastrandar, Norðurárdalur og Hallár- dalur, sem báðir bygðust snemma, en þó líklega eftir landnámsöld. Að bæta því flæmi við landnám Eilífs, gæti engri átt náð, enda mæla staðhættir, auk Landnámu, alveg á móti því. Höfundur Landnámu, hefur auðsjáanlega ekkert getað grafið upp um þennan landshluta eða verið ókunnugt um hann með öllu. Hygg jeg það frekar, því að' víða annarstaðar er getið rækilega um smáskika. Það er beinlínis sagt, að Eilífur hafi búið í LaxárdaL En bær hans er ekki nefndur. Atli hinn rammi er talinn einn af sonumi Eilífs. Hans er víðar getið, og tel jeg efalaust, að hann hefur verið til* 1). Um Atla lifa enii forn og óskráð munnmæli, í Laxárdal og á Skaga. Benda þau á, að Atli hafi búið þar i landnámi föður síns. í Þorvaldar þætti víðförla er það beinlínis sagt, að Atli byggi í Laxár- dal »undir Eilífsfelli« (=Tindastóll). Og síðar er talað um Eilífsfell eins. og það væri bær Atla (Bisk. I. 45—46). Er það sprottið af ókunnug- leika, því að bær Atla hjet Atlastaðir frá öndverðu, þótt engin áður- greindra heimilda þekki nafnið. í Johnsens jarðatali er Atlastaðir talin eyðijörð í Hvammslandi. Þykir mjer líklegast, að Eilífur hafi búið í Hvammi og sonur hans fengið að byggja í heimalandinu, sem var ærið rúmt á þeim tímum2). En það hefur verið eftir daga Eilífs, nema Eilífur hafi orðið háaldraður, sem vel getur verið, því að Atla átti hann á efri árum sínum með (seinni) konu sinni Þorlaugu Sæmundardóttur. Jeg hef rekið mig á það álit manna, að Skefill muni hafa numió göngu-Máni hafi numið norðan við hann — Skaga — beggja megin jafn langt. En það er þvert ofan í frásögn Landnámu, að ætla að landnám Mána hafi náð. inn að austan móts við Fossá á Skagaströnd. Hjer þarf engu að breyta. Styður Jóhannes þessa tilgátu með því, að Þjóðólfur goði á Hofi á Skaga- strönd væri sonur Eilífs. Er það rjett, en hitt þarf að hugjeiða um leið, að allir- synir Eilífs, sem nefndir eru, virðast hafa búsett sig utan landnáms föður síns nema Atli hinn rammi. Getur Þjóðólfur vel hafa komist að. goðorði vestra fyrir tengdasakir. 1) Sjá Krístnisögu og þátt af Þorvaldi víðförla. 2) Atlastaðir hafa verið allstór jörð og voru bygðir lengi fram eftir öldum* eins og sjá má af nokkrum brjefum í Fornbrjefasafni..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.