Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 9
11 átt þingmenn fyrir austan Þjórsá. Eins gátu höfðingjar austan ár, átt tilkall til manna fyrir utan á. Þykir mér því ekki með öllu ófært að bæta þeirri gátu við, hvort ekki hefur líka af sömu orsökum verið settur þingstaður, mjög nærri sama vaði að sunnanverðu (sjá Árb. Flf. 1892, 60). Ekki óliklegt, að sumir hafi þurft að gegna einhverjum þing- störfum, skemtisamkomum og öðrum erindum á þessum báðum þing- stöðum. Og hafi því verið svo að kalla daglegar samgöngur milli þeirra —- á ferju ef ekki hestum — meðan þingin voru háð á þessum stöðum. Holtsvað hafa menn sett á fjórar ár: Þjórsá (Páll í Árkv.), Þverá (Skúli á Keldum, í óprent. gr.), Fiská (Sig. Vigf. og Br. J.) og Rangá eystri (Kaalund). — Og enn hefur verið talað um Austvaðs-holts- vað1) á Rangá ytri. Af öllum þessum stöðum þykir mér Þverárvaðið, nálægt Duf- þaksholti, einna líklegast til þess að geta verið Holtsvaðið gamla, og þar næst Fiskárvaðið. Ekkert af hinum vöðunum finst mér geta komið hér til greina, sem HoItsVað. Ekki tekur það tali, að FIosi riði þreytt- Um langferðahestum í einni lotu, yfir meira en 3 sveitir þverar — frá Vorsabæ að Þjórsá — og léti Ingjald á Keldum, jafn óvissann liðsmann, elta sig yfir 2 sveítir. Ef Flosi hefði farið yfir Rangá eystri á Reynifellsvaði, eins og Kaalund gerir ráð fyrir, þá gat hann engann mannaveg farið í rétta átt, nema um túnið á Keldum. Hann hefði þá komið til Ingjalds, og ekki þurft að senda honum orð að koma til móts við sig. Ef Ingjald- ur hefði þá ekki verið heima, er valla líklegt, að hann færi að elta Flosa langar leiðir »við 15. mann, og alt heimamenn sína«. — Líkara að I. tæki með sér hrausta karla, vel vopnaða á óþreyttum hestum, hvað sem í skærist um ráðabrugg þeirra Flosa móti Njálssonum, en að hann tæki svo stórt til, einungis af virðing og vinfengi við Flosa. Ingjaldur var viðlíka vant við kominn á báðar hliðar, og vildi nú sýna Flosa að munað gat um hann, með og móti — við 15. mann. Nú vil eg nefna ennþá einn stað, og gera nýja tilraun til að leysa gátuna um Holtsvað. Verð eg þá fyrst að skýra ofurlítið frá aðstæðum, og styðja svo með líkindum. FIosi er á leið til alþingis, skömmu eftir víg Höskuldar Hvíta- 1) Austnadsholt er villandi nafn, held eg, og þvi óbrúklegt. Það er marg- vísiega ritað, eftir mismunandi framburði latmælis Austvatns: Ástvass, Ostvas, —vats, —vaz, —as. Og svo reynt að leiðrétta í Aust v a ð s holt, er hvergi finst í fornum heimildum. í elsta máld. Odda: Ostvaz holt; oftsíðar — vatz- og—vads-. Enginn lækur, á eða vað, í hæfilegri nálægð, til nafngjafar, en bærinn er við austasta vatnið á »Þjórsárholtum«, er því var rétt að nefna Austvatn og bæinn Austvatnsholt, þvi bæði er vatnið og bærinn á holti. (Sbr. Árb. Flf. 1923, 20.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.