Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 56
Örnefni um Skálholtsland í Biskupstungum. í Biskupa-annálum síra Jóns Egilssonar er birtur spádómur einn lútandi að framtíð Skálholtsstaðar og eignaður Sveini biskupi Péturs- syni, sem kallaður hefir verið hinn spaki. Þar segir meðal annars1): »Þar eptir, með þeim fjórða (o: eftirmanni Sveins Péturssonar á biskupsstóli) mun siðaskipti koma í land á öllu: messusaung og tíða- gjörðum, hríngingum og helgihöldum, og það mun alla tíma aukast meir með þeim fimta og sjötta; þá vil eg heldur vita son minn búa í Höfða2), eða vera fjósamann í Skálholti, heldur en kirkjuprest, því Skálholt hefir aukizt og eflzt með herradæmi, en það eyðist með eymd og veslíngskap; enda er þá þetta land komið undir útlenzkar þjóðir«. Spá þessi má þykja hafa rætzt helzti bókstaflega. Þótt land vort sé nú orðið óháð öðrum þjóðum, virðist hagur Skálholtstaðar lítt ætla að glæðast. Gestsauga, sem svipast um á rústum hins forna höfuðbóls og biskupsseturs, sér furðu fátt, er minnt geti á forna frægð þess. Gömul kirkja stendur vestast á grunni dómkirkjunnar fornu. Hún hefir skekkzt af veðragangi og jarðskjálftum (t. d. árið 1896) en jafnan verið hresst við eftir föngum til þess að eigi þyrfti að rífa hana fyrr en í síðustu lög. í kirkju þessari messar nú presturinn á Torfastöðum fjórða hvern sunnudag3), en auk þess geymir húu þær fornminjar, sem enn eru varðveittar í Skálholti4). 1) Sjá Safn til sögu íslands o. s. frv. I, bls. 38. 2) Höfði er í norðaustur frá Skálholti, og liggja lönd jarðanna saman. í Höfða bjó um eitt skeið Gizur hviti »áðr hann gerði bæ í Skálaholti ok færði þangat bú sitt« (Kristnisaga, Bps. Bmf. I, bls. 26). Frásögn þessa ber þó eigi að skilja svo, að Gizur hviti sé fyrstur bóndi í Skálholti. Eins og kunnugt er, reisti Teitur faðir hans þar fyrstur manna bæ (sbr. Bps. Bmf. I, bls. 60). 3) Ef alt væri með feldu, mundi eigi verða messað oftar i Skálholti en fimmta hvern sunnudag, vegna þess að Torfastaðaprestur hefir fjórum öðrum kirkjum að gegna. En ein þeirra, Úthlíðarkirkja, er svo hrörleg, að eigi þykir messuhæf, og nýtur söfnuður Skálholtskirkju þess. 4) Sjá um þær í Árbók hins isl. Fornleifafélags 1894, bls. 3—G, og 1908, bls. 41—42.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.