Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 3
5 þing með mönnum á Hvítanesi, eru jafnframt líkur til, að þeir hafi bygt þar búðir, og að orð þau, sem höfð eru í Njáls-sögu eptir Val- garði, sjeu á rjettum rökum bygð. Sennilega hefur ekkert þinghald átt sjer hjer stað annað en Höskulds og það hefur naumast verið fleiri en 5 ár (1006—1010). Hjer hafa því varla verið bygðar margar búðir; það því síður, þar sem gera má ráð fyrir, að hvert þing hafi verið skamt, flestir sjeð fram á, að þetta myndi trauðla geta átt sjer langan aldur og margir þingheyjendur látið sjer nægja, að hafa tjald eitt um þingtímann, en ýmsir úr nágrenninu riðið heim til sín að kvöldi. í ritgerð sinni um forn örnefni o. fl. í Rangárþingi (Safn t. s. ísl. II, 498—557) hefur Páll Sigurðsson i Árkvörn haldið því fram, að Hvítaness-land hafi verið sama og nú er Fíflholts-land í Vestur-Land- eyjum og að þingið hafi verið háð í túninu, sem nú er, á Eystra- Fíflholti (Safn II, bls. 528). í annan stað segir hann (í nmgr. á bls. 513), að Bleiksá þar skamt frá hafi eptir fornum sögnum fyrrum heitið Hvítilækur og »þar af hafi Hvítanes nafn fengið«. Hann segir ekki beinlínis við hvað nesið hafi myndast, en helzt má ætla, að hann hafi litið svo á, sem það hafi myndast milli þessa Hvítalækjar að vestan og Vorsabæjarlækjar að suðaustan. Hann virðist ekki hafa álitið, að þingið hafi verið háð á því nesi, Hvítanesi, sjálfu. Sigurður Vigfússon athugaði þennan stað, túnið í Fíflholti, 25. ág. 1883 (sbr. Árb. 1888—92, bls. 45—46) og sá þar lítil vegsum- merki eptir þinghald í fornöld, nema eina vafasama tópt, er hann segir, að »kynni að vera hið gamla Hvítanes, því að fornir farvegir eptir fljótið eru til beggja hliða, eins og um allar Landeyjar ,út’ og ,austr’. Sumir halda, að Hvítanes hafi verið í Lambey, sem er niðr undan Breiðabólstað«. Það hefur verið ritgerð Páls, sem hefur komið Sigurði til að athuga þennan stað og rita þannig. Vissulega hefur hann átt við að Fiflholt, túnið eða svæðið umhverfis bæina, hafi kunnað að vera Hvítanes, og þessi vafasama tópt forn búðartópt. En um báða þessa staði, sem Sigurður nefnir, Fíflholt og Lambey, er það að segja, að þeir voru þingstaðir síðar á öldum.1) Loks ritaði Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi um Hvítanes í Árb. 1900, bls. 1—4. Hann virðist ekki hafa áttað sig fullkomlega á greinargerð Páls og hvað hann áleit í rauninni, að heitið hefði Hvíta- nes, en setur fram einmitt það sem virðist hafa vakað fyrir Páli, að nesið, sem hlaut að hafa myndast milli Bleiksár og Vorsabæjarlækjar, muni hafa verið kallað Hvítanes; »þurfti eigi annað en að þar væri 1) Sbr. Kr. Kálund, Isl. beskr. I, 237 og 253.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.