Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 32
34 er þó lagt niður. Hinn forni hestasteinn, er stóð á hlaðinu, og sjest enn holan eftir hann, er í garðanum á fjárhústóftinni. Jeg bað annan bóndann, (þar er tvíbýli), að taka steininn úr garðanum og flytja hann heim á hið núverandi hlað. Á nesi litlu, er gengur fram í vatnið, var mjer sýnd tóft, er talið var, að væri kirkjugarður, en jeg hygg, að það geti varla verið svo; tóft þessi er því nær hringmynduð, 4X4V2 faðmur. Mjer þykir líklegra, að kirkjutóftin sje vestur frá hinum forna bæ, frammi á hólbrúninni. Grafreitur á Staðarbakka. Vorið 1917 byggði Þorvarður Ein- arsson, er þá var bóndi á Staðarbakka, að nýju bæ, h. u. b. 3 föðma í suður frá gamla bænum, þar sem áður hafði staðið lambhús i nokkur ár. Þegar grafið var fyrir kjallara hins nýja bæjar, og komið um 2 álnir niður, kom ofan á mannabein, í austurhlið kjallaragrafar- innar; voru það fótleggir og fleiri bein; virtust þau vera úr stór- vöxnum manni, en ekki gróf hann svo langt, að höfuðhlutinn kæmi í ljós. Við suðurgafl kjallarans varð fyrir önnur gröf; í henni voru beinaleifar, en mjög voru þau fúin og hjeldu sjer ekki; var sú gröf minni en hin. Grafið hafði verið ofan í móberg, sáust því grafirnar glögt, er hreinsað var upp úr þeim, lögun og stærð. í vesturhlið, nærri norðurgafli, varð fyrir þriðja gröfin, voru bein í henni, en mjög fúin. Við trjeleifar varð vart í öllum gröfunum; hafa því kistur verið um líkin. Grafirnar sneru frá austri til vesturs. Við vesturhlið nær miðju var grjóthrúga, er virtist vera bygg- ingarleifar, en ekki var það rannsakað neitt. Stærð kjallarans er 6 álnir á breidd og 10 álnir á lengd. Nýi bærinn snýr frá norðri til suðurs. Nokkru siðar, sama sumarið, var grafið fyrir snúrustaur 9—10 m. í suður frá nýja bænum. Þegar búið var að grafa um eina alin niður, komu þar beinaleifar og sáust þar og trjeleifar. Um 10 faðma í suðaustur frá bænum sást þá fyrir garði fom- legum, á litlum spotta, nú er búið að sljetta þar. Þorleifur Jóhannesson.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.