Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1929, Page 27
27
Sumum, sem lesið hafa frásagnir Jóns prófasts Halldórssonar eða
Jóns Espólíns um þetta mál, mun hafa komið til hugar, án þess þó,
að þeir gefi tilefni til þess —, að Appollonía hafi fyrirfarið sér sjálf
og reynt að koma því á þær mæðgur, þeim til bölvunar. — Sama
er að sagt, að átt hafi að koma fram við tilraunir með ósjálfráðri
skrift, sem gerðar voru fyrir nokkrum árum á Bessastöðum, sbr.
tímritið Iðunni, n. fl., VIII, 247—53 (E. H. Kvaran); en eins og þar
er gefið í skyn, er ekki hægt að reiða sig mikið á slíkt. Og enginn,
sem kynnir sér vel hin gömlu gögn málsins, mun geta fundið í
þeim nokkrar líkur til, að Appollonía Swartskopf hafi fyrirfarið sér, —
þótt ástæður hennar til þess virðist hafa verið meiri en sumra ann-
ara, sem gripið hafa til slíks óyndis-úrræðis.
VIII. Lönguhöfuðsmál frá Ánanaustum o. fl.
Á næstu árum komu engin stórtíðindi fyrir þing í Kópavogi, en
nokkur skrýtin smámál voru þar til rannsóknar og dóms, svo sem
barsmíðamál frá Arnarhóli 1728, og s. á. mál Guðrúnar Björnsdóttur,
sem hafði sagt það um tvær aðrar konur, að þær hefðu haft hold-
legt samræði við mann hennar; var hún spurð að því í réttinum,
»hverjar orðsakir hana hefðe þar til dreigeð að lýsa þessum ókvæð-
um uppá áðurnefndar kvennsvifter, hvar til hún svaraðe, að hún
hefðe giört það efter því að ein huldu kona hefðe sagt sier það i
draume«. — Hún slapp með að biðja fyrirgefningar og standa opin-
bera aflausn.
Næsta vor, 23. maí 1729, kom fyrir nýtt lönguhausmál, frá Ána-
naustum. Christian Luxstorph landfógeti hafði stefnt hjónunum þaðan
og þriðja manni, og enn fremur sjálfum sökudólginum, Illuga Bjarna-
syni, sem hafði játað, að hann hefði sett upp lönguhausinn. Vitnin
báru, að það hefði verið 31. marts og hausinn hefði verið settur á
birkistaur á hjallinn. Hausinn sneri mót vestri, var óuppskorinn og
óupprifinn, gapti dálítið og var þaninn upp með 2 smáspýtum, en
ekkert letur var á þeim. — Þegar Illugi var spurður, »hvar fyrir og
til hvers, samt í hverri meiningu og tilgangi« hann hefði sett hausinn
upp, þá kvaðst hann hafa gert það af »heimsku og narraraíi«. Þá
var hann spurður, »hvort hann hafi ei heyrt, að þeir, sem hafa áður
til forna með sama hætti upp reist lönguhöfuð, hafa verið hafðir og
kallaðir að vera orsök og efni til illviðra og storma, og hafi þar fyrir
við kaga hýddir verið. Hvar til Illugi svaraði, hann hefði það heyrt«,
en kvað það ekki hafa verið tilgang sinn með uppsetningu höfuðsins,
og var til með að sverja það, og að hann hefði ekki viljað »djöfulinn
dýrka með orðum eða atvikum«; en ekki var honum leyft að sverja.