Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 37
37
— ÞorstemsbakM er við Affall, að vestanverðu, en aldrei aunnan.
iRangár, sem fyr segiir, og mun það rangminni karls (38).
b. Hofsvað.
Stóra-Hofs-vað var fyrir neðan bæinn (þ. e. miðbæinn, sem fór
í eyði eítir aldamófm síðustu, — 1906?). Sigurður Vigfússon, er var
glöggur maður og aðgætinn, hefir skrifað ítarlega um það. Hann
kveðst hafa lagt niifela alúð við að rannsaka þetta — og þar um
um kring, og fræðst •nokkuð af gamalli ekkju, eftir Árna hreppstjóra
Jónsson, sem lengi 'hafði búið á Stóra-Hofi. »Þessi kona sagði með
vissu, að iþar (niðri við ána hjá vaðinu) hefði staðið stekkur frá gamla
Hofi. og sá hún leifar -af honum« (31 — 32). Gamla-Hof stóð uppi á sand-
brúninni. Þar sá Sigurður Vigfússon forna veginn, »úr götuskarðinu og
niður grundirnar, og göturnar sjást enn þvert í gegnum túnið heim
að húsagöflunum á Hofk< (Árb. 1888— 92), bls. 50; sbr. bls. 74).
Stóra-Hofs-vað hefir við bakkabrot spillzt á báðar síður og er þó
enn brúkað í viðlögum. — Götunum, ekki fáum, man ég vel eftir,
fast að miðjum húsagarði. Bærinn augljóst settur í miðja troðninga.
Ekki er ólíklegt, að vöðin hafi verið tvö, hvort niður af sínum
bæ, eins og títt mun, ef fært er. Að vísu mun lengi hafa verið vað
austur úr nesinu, neðarfega fyrir neðan Minna-Hof. En þó vöðin kunni
að hafa verið tvö alla tíð, hallast ég eins og Sigurður Vigfússon,
eindregið að þeirri skoðun, að í 54. kap. Njálu sé um Stóra-Hofs-
vað að ræða, og því að eins gat Gunnar riðið »hart uppeptir eyrun-
ium«, að vaðið væri niðurundan Stóra-Hofi.
Veg eftir Goðalág heyrði ég talað um. Að hún hafi að einhverju
Sleyti myndcizt af umferð, læt ég ósagt, þótt víða megi sjá slík um-
merki, — með tilhjálp aðrennslis þar sem halli er að; sbr. Messulág
(72) ,og mörg önnur sams konar skörð. — Mikill vegur mun hafa legið
raorður frá Hvolsvelli til Stóra-Hofs, í skarð eitt (eða fleiri), og er
í aJia staði eðlilegt, að götur hverfi, þegar i mýrlendisblettinn kem-
ur; þar er farið á víð og dreif, og grær fljótt yfir, ekki síður en í
skógi. Göturnar um nefnt skarð efa ég ekki að séu meiri en til smá-
bóls eða kindakofa í því. Þetta er órannsakað; mætti þó að líkindum
leiða likur að, hvar verið hafi vöð á ánni.
c. Holtavað.
Liðsaðdráttar eftir brennuna hefi ég áður getið í Lesbók Morgun-
blaðsins, III. árg., nr. 30; finn því ekki ástæðu til að ræða um það
mál hér, — Hóllinn á Þingskálum eða Kaldbakur (ferjustaður) hafa
aldrei, svo ég viti, verið kenndir við holt (43). Ekkert holt þar nærri