Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 59
59 hans, um atför á hendur þeim feðgum á Bergþórshvoli, og um leið og hann hafði ásett sér að skerast úr þeim ófagra leik, mátti hann búast við því, að þeir Flosi snerust til fjandskapar við sjálfan hann, er þeir sæju, að hann hefði brugðizt þeim. Enda segir svo frá í Njáls- sögu, að þeir Sigfússynir hafi allir viljað fara að Ingjaldi þegar eftir brennuna og drepa hann. Sagan gefur einnig í skyn, að þeir brennu- menn hafi verið í atför að Ingjaldi, er þeir mættu honum við Rangá og hann gekk þar úr greipum þeirra. Jarðgöngin eru þannig, að þau geta eins vel verið frá því snemma á 11. öld eins og frá næstu öld- um, en næsta ólíklegt er, að þau séu gerð eftir að hér voru úti allar róstur á 13. öld. Á Sturlungaöldinni voru Keldur í eigu Oddaverja, Jóns Loftssonar, sem ætlaði að stofna þar klaustur, og Sæmundar, sonar hans. í tíð þeirra feðga var þar allt með friði. Síðan bjuggu þau þar, frá því um 1230, Hálfdán, sonur Sæmundar, og Steinvör kona hans, dóttir Sig- hvats Sturlusonar. Þótt Hálfdán væri hinn friðsamasti, komst hann ekki hjá því að verða við riðinn óeirðirnar, einkum fyrir liðsbón mágs síns, Þórðar kakala, 1242 og síðan, og áeggjan konu sinnar. Séu jarð- göngin ekki frá tíð Ingjalds (1011) eru mestar líkur til, að Hálfdán hafi látið gera þau einhvern tíma á þessum árum, 1242 eða skömmu síðar. Munnmæli eru um það, að bærinn að Keldum hafi í fyrstu stað- ið niðri á flatlendinu sunnan-við lækinn (sbr. Árb. 1909, bls. 32, og þau rit, sem vísað er þar til). Er bent á nokkra ávala bungu, vall- gróna, þar sem bærinn á að hafa verið í fyrstu. Að svo stöddu er óvíst, hvort þessi munnmæli hafa við nokkuð annað að styðjast, nema þá ef til vill það, að sagt er í sögu Þorláks biskups helga, hinni yngri, kap. 25 (Bisk. sögur I., bls. 293), að Jón Loftsson í Odda, þá- verandi eigandi Keldna, hafi látið smíða þar »kirkju ok klausturhús fyrir norðan lœk«. Virðist gefið í skyn með þeim orðum, að kirkjan og klausturhúsin hafi verið byggð á öðrum stað en bærinn, og sagt óbeinlínis, að bærinn hafi verið fyrir sunnan lækinn. Af sögunni má sjá, að þessi klausturhús hafa verið smíðuð fyrir dauða Þorláks bisk- ups, 23. Des. 1193. En þótt svo kunni að hafa verið, að bærinn hafi þá staðið fyrir sunnan lækinn, er ekki full vissa fyrir því, að hann hafi staðið þar, og ekki fyrir norðan lækínn, í tíð Ingjaldar, 2 öldum áður. Verður ekki nú dæmt fyllilega um þetta af orðalagi sögunnar og munnmælunum, — sem kunna að vera sprottin af því einu eftir að hún kom út. Matthias Þórðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.