Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 65
65
glöggt; víðast garðlög; sömuleiðis
húsarústir all-skýrar. Allt bendir
til, að þar hafi byggð verið langt
inn í aldir.
6. Ljótunarkinn (280). Sagnir
herma, að þetta sé landnámsbýli.
Túnmálið sést glöggt; garðlag allt
í kring; sömuleiðis glöggar húsa-
rústir.
7. Áshús nefnir Á. M. hjáleigu
í Ás-Iandi, er þá fyrir fám árum
hafi verið byggð af húsmanni,
Jóni Ólafssyni, og hafi byggðin var-
að stutt Jarðabækur geta ekki frek-
ar um Áshús, en flest bendir til,
að eftir þann tíma hafi verið þar
byggð. Túnmál er ljóst afmarkað
með garðlagi; sömuleiðis glöggar
rústir af húsum. Áshús liggja fyr-
ir framan Ás.
8. Brekkukot (282). Johnsens
jarðatal getur um Brekkukot sem
eyðihjáleigu 1802. Hve nær Brekku-
kot fóru í auðn, er óvíst. Túnmálið
sést enn, garðlög víðast all-skýr,
og húsarústaleifar.
9. Gilsbakki {284). Síðar er
Gilsbakka ekki getið í jarðabókum.
Hann er suður við Álftaskálina.
Flest bendir til, að hann hafi síð-
ar verið byggður. Túnmál Ijóst,
með garðlögum og húsarústaleif-
um.
10. Miðsel í Haukagilslandi,
fram í Álftaskálarárgili, sunnan-
vert við Grafargil. Óljóst hve nær
það var byggt eða fór í auðn.
Á. M. getur þess ekki, en allt
bendir til, að það hafi síðar verið
byggt. Garðlagsleifar, túnstæði,
kálgarður og rústaleifar eru allt
frá seinni tíma.
11. Fremsta-sel í Haukagilslandi.
Þess er ekki getið í jarðabókum.
Það liggur fram-undir Skútueyri.
Virðist það mikið eldra en Mið-
sel, allar rústaleifar óljósari
12. Hofssel stendur vestan-vert
við Kornsárkvísl, vestur undan
Haukagili. Er það talið byggt frá
Hofi, en óljóst á hvaða tíma. Það
er í tungu á eyri, umgirt af Korns-
árkvísl. Rústir þess eru glöggar
og túnmál. Hofssels er ekki get-
ið í jarðabókum.
13. Grímstungukot (285).
14. Þórhallastaðir (285). Býli
þetta er eitt af þeim, sem talin
eru landnámsbýli, svo sem Grettis-
saga upplýsir um. Örnefni haldast
enn: Glámsþúfa, Skessufoss o. fl.
Flest er óljóst, er snertir Þórhalla-
staði. Túnummálið í vafa og rúst-
ir óglöggar.
15. Litli-dalur í Grímstungulandi.
Hans er ekki getið í jarðabókum.
Enn sjást all-glöggt rústir og garð-
lagsleifar, er benda á, að ekki sé
langt inn í öldum síðan byggður
var Litli-dalur; liggur á móti For-
sæludal.
16. Grímstungusel eystra, er
stendur í dalnum fram af Litla-dal.
Þess er ekki getið í jarðbókum.
Sel þetta hefir verið byggt fram-
yfir miðja 19. öld. Rústir því
glöggar.
17. Grímstungusel vestra er
fram við Selkvísl. Túnummál sést
þar að sönnu, mjög þýft. Forn
5