Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Qupperneq 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Qupperneq 34
34 stefndi til sín Þorgeiri í Kirkjubæ með öðrum fleiri, í aðför að Gunnari á Hlíðarenda. Hefði hann ekki vitað um annan veg en austan Þrí- hyrnings, þurfti hann ekki að fara heiman í veg fyrir þá, því að bær hans var þá á leið þeirra. Nú gerði hann það, eins og sagan segir: »Þor- geir undan Þríhyrningi ríður upp á hálsinn og bíður þar nafna síns«.. — Þetta bendir til, að hann hafi búizt við þeim hina vestari leiðina eða stefnt þeim þangað. — Uppi á hálsinum að austan, að fjallinu,. er Kverkin, óblásið og grösugt land. Þar var til-valinn biðstaður. Fyrir suðaustan Þríhyrning og fram með honum öllum er annar háls. Liggur eystri vegurinn fram fyrir suðaustan bæ Starkaðar, norð- vestan-undir þeim hálsi. Suðvestan-undir honum sameinast hann Hlíðarendavegi hinum vestari, sem fyr segir. Uppi á honum suðvestan- til er dalverpi eitt milli aldna. Þaðan má auðveldlega sjá yfir vestari hálsinn og leiðirnar báðar, án þess að sjást af þeim er fara um þær„ En í hinni síðari aðför að Gunnari fóru þeir Gissur hvíti heim til feðganna undir Þríhyrningi, og komu þó frá Hofi 7 en þá voru þeir feðgar ekki yfirmenn, heldur bundnir við loforð. 6. Vöðin á Rangá eystri. a. Þorgeirsvað. Úr Eyjum. — Gert er ráð fyrir að Gunnar ríði úr Eyjum sunn- an Rangár, yfir hana á Tunguvaði eða »upp við Kúaflötina« (37; rétt: Fjósaflöt), upp með ánni að vestan og aftur yfir hana á Þor- geirsvaði (4, 6, 19). Hafi fyrirsátin verið að Tungu, móti Stokka- læk og Árgilsstöðum, var óþarfi af fyrirsátarmönnum að sleppa Gunnari úr greipum sér, því að þaðan máttu þeir vel sjá til hans langt vestan-fyrir Völl og æ síðan, og gátu því verið viðbúnir, þegar hann kom; en í stað þess að vera það, höfðu þeir þá enn bundna hestana. Um þann bardaga, við Þorgeirsvað (6), hefi ég álitið orð Njálu rétt. Þegar þeir Gunnar höfðu viðbúnað þar, »sjá hinir það og snúa þegar at þeim« (37), þ. e. Gunnari, til atlögu, eftir að þeir voru laus- ir við hestana. Gunnarsvað er nýnefni (31, 37—38); mun átt við þennan bar- daga á alfaraleið. Það var víst lengi kallað Þorgeirsvað, við Sellæk- inn (ekki Selalæk, 37, 39). Þar vestan ár mun Þorgeir Otkelsson hafa fallið, en ekki að vaðinu um steininn; hann er nær austurlandinu og eru þar samfelldar grynningar út frá vesturlandinu, þar sem bar- daginn var (sbr. 6). Reið Flosa frá brennunni. — Hjá þeim vöðum er óhugsanlegt að þeir FIosi og Ingjaldur hafi skotizt spjótum á (37). Áin er þar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.