Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 44
44
hafi forðum náð langleiðis inn þangað, sem Birnuvarða er nú, og
mun algengasta vaðið á ánni hafa verið fast við sjó, eða jafnvel á
fjöruvaði stundum, enda leiðin þar styzt millum Keriingardals og
Fagradals. — Nú segir Njála svo frá (kap. 146): »Riðu þeir Þorgeirr austr
á Arnarstakksheiði, ok er ekki at segja frá ferð þeira, fyrr enn þeir
kvámu til Kerlingardalsár. Áin var mikil. Riðu þeir nú upp með
ánni, því at þeir sá þar hross með söðlum. Þeir riðu nú þangat til
ok sá, at þar sváfu menn í dæl nakkvarri, ok stóðu spjót þeira
oían frá þeim. Þeir tóku spjótin ok báru út á ána«.
Mér finnst líklegt vera, að vegurinn um Fagradal hafi legið að
ánni nærri þeim stað, sem hann liggur enn í dag, nálægt því, sem
varðan stendur nú. Þaðan sér, eins og áður er sagt, inn í árgils-
mynnið, inn á móts við Bólstaðarbæ. Af frásögunni er helzt að ráða,
að þeir félagar hafi ætlað sér beina leið yfir ána til Kerlingardals-
bæjarins. En er þeir sjá hestana inni hjá Bólstað, snúa þeir þegar af
leið »upp með ánni«. — Torfhrips-maðurinn segir: »Hér riðu um
Sigfússynir ok munu sofa í allan dag austr í Kerlingardal«. Hvaða
sennileg ástæða er til að kalla Kerlingardal annað og meira en
málvenjan gerir enn, sem sé þann stað, sem bærinn Kerlingardalur
stóð á til forna og stendur enn á, hinn gamla dal, þar sem kerlinguna
rak á land? — Landslagið mótmælir öllum öðrum skýringum, að minni
hyggju. Og hafi Sigfússynir komið ofan hjá Fagradal, virðist það
mjög eðlilegt, að þeir hafi beygt af leið og »upp með« ánni, til þess
að fá sér áfangastað lengra upp með ánni, því að ekki var fært að
á í engjum bóndans í Kerlingardal.
Ég vík nú aftur þar til, er ég minntist á Selhrygg áður. Norðan í
honum liggja miklir götutroðningar og austur að Engigarðslæk, og er
þá skammt í Götuskál, en landbrotið austan lækjarins er svo mikið, að
allar götur upp i skálina eru horfnar, svo að engin merki sjást þar nú
til slíks. En frá vesturenda hryggjarins liggja afar-miklir götutroðn-
ingar fram og niður að Selgilsá, norðan-við Grafarhól, þaðan yfir um
ána og upp hinu megin, fram Leyndarhóla, um Kleifir, fram með
Urðarbrekkum og skáhalt upp á við brekkurnar, og loks upp á Bratt-
hól og þaðan upp á heiðarbrúnina. Ég hefi að vísu ekki kannað leið-
ina af Bratthólsbrún og austur að Öxnafótagili.
Af þessum athugunum mínum, sem að sönnu eru lauslegar og
ónákvæmar, geri ég mér svo-felldar ályktanir:
í fornöld hafa að líkindum verið tveir þjóðvegir upp á Arnar-
stakksheiði að vestan, en sama leiðin hins vegar niður af henni að
austan, um Fagradalsklif. Um Fall hefir og leiðin verið ein, millum
Gatnabæjanna eða öllu heldur um Suður-Götur. Hugsanlegt er og,
/