Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 8
8
margar og miklar hellur í röð; hefir þar sennilega verið einhver bálk-
ur, eða eitthvað staðið þar á hellunum, en í milli þeirra og eldstæð-
isins við austurvegginn var steinn með skál í að ofan, flárri og
svartri að innan; sennilega kola. Er hann var tekinn upp, kom í ljós,
að ámóta skál var í honum hins vegar, og var hún einnig svört að
innan. Báðar virtust skálarnar gerðar af náttúrunni að mestu eða
öllu leyti. Steinninn er nokkurn veginn ferhyrndur, og þó ávalur um
eitt hornið, hliðar næsta beinar og jafnar, en annar endinn, sem er
þykkari en hinn, er totumyndaður og með 2 skáflötum og sömuleiðis
er hinn nokkuð á ská; er það náttúrleg myndun og samkvæmt eðli
þessarar bergtegundar, sem er eins konar grágrýti. Steinninn er 40
cm. að lengd, 25—30 cm. að br. og 7—15 cm. að hæð; skálarnar eru
um 22—23 að vídd og 3,5 að dýpt, önnur, en hin er öll óreglulegri,
litlu minni um sig (um 20 cm.) og öllu dýpri (um 5 cm.) í miðju.
Undir kolusteininum var allstór steinn á gólfinu og annar utan-við
hann, sennilega hleðslusteinar. Að líkindum hefir verið hér dálítill
bálkur eða pallur, sem kolan hefir staðið á, en svo þung er hún, að
hún hefir ekki verið ætluð til að bera um húsið eða færa oft úr stað.
— Um gólfið voru öskudrefjar og kola-agnir norður frá eldstæðinu,
en þó varð þeirra ekki vart, né gólfskánar, um 1 m. nyrzt. — Á
vesturvegg þessa húss eða bæjarhluta sýnast hafa verið tvennar dyr.
Aðrar á veggnum miðjum, gegnt stallinum, sem ljósakolan hefir verið
á; hefir hún verið sett þarna með tilliti til þeirra dyra og gangsins
vestur frá þeim. Þær dyr hafa verið þröngar, að eins um 60 cm. að
breidd, eftir gólfskáninni að dæma, sem var í þeim og ganginum
vestur frá þeim, gegnum vegginn, Lá sá gangur í útbygginguna
vestan-við norðurhús þetta, og vottaði glögglega fyrir honum áður
en grafið var. — Hinar dyrnar virtust hafa verið 1 m. frá norður-
enda hússins. Var þar helluröð á ská út frá til norðversturs; hafa
gönginn verið á ská gegnum vegginn. En ein hella virtist benda til,
að annar gangur hefði legið suðvestur frá þessum gangi, inn í afhús-
ið, útbygginguna. Dyrnar að utan virðast hafa verið á norðurvegg,
vestan-við vesturhliðvegg að mestu leyti. Var helluröðin J/2 m. að
breidd og 22k m. að lengd, en að eins tæpur 1 m. frá útidyrum inn
í útbygginguna, — soðhúsið, að því er virtist. Norðan-við helluröðina,
yzt í ganginum þar eða dyrunum, var mikil aska og eimyrjuleifar, sem
þar hefir verið sett til að ganga á. Þrep hefir verið ofan í soðhúsið,
og er steinn þar neðan-við í gólfinu. En í göngunum gegnum miðjan
millivegginn, milli þess og norðurhluta aðalhússins, virtist ekkert þrep
hafa verið, heldur hafði gólfinu í göngunum hallað ofan að soðhúss-
gólfinu. Það gólf var um '0 m. lægra en í norðurhluta aðalhússins.