Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 89
89
18. Goðaborg heitir enn einn mikill klettur, húslagaður, luktur
jökli, langt uppi í Hoffellsfjöllum í Nesjum. Þessi klettur gnæfir við
bláloft, yfir flest, sem nærri er, og sést afar-víða að. Þessi Goðaborg
er hof, og verja það landvættir og halda yfir því huldu. Verður hér
sagt dæmi um það. — Smali nokkur frá Hoffelli elti forðum eina
hvítasunnunótt ljónstygga sauði upp í Hoffellsfjöll og fram hjá Goða-
borginni, og sá hann þá, að hún var hús mikið og hof. Stóðu dyr
opnar og lá feiknar-mikið naut í þeim og varði innganginn. Það
svaf og hraut hátt, og þótti honum jörð ganga skykkjum. Þar
kafaði i sandi, er fyllti skó hans. Þar voru og, honum til undrunar,
lauf nokkur. Tróð hann nokkru í vasa sína, og elti svo sauðina enn
lengra og sigraði þá loks. Þá hellti hann sandinum úr skóm sínum,
og sá, að hann var gullsandur. Þá hugaði hann í vasa sína og sá, að-
laufin öll voru peningar. Hann varð auðugur maður.
Sigfús Sigfússon.