Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 58
Forn jarðgöng fundin að Keldum á Rangárvöllum. í sumar (1932) var grafið fyrir þró sunnanvið vesturenda hins forna skála á Keldum á Rangárvöllum. Er komið var 1—2 m. niður, urðu fyrir jarðgöng. Stefndu þau beint suður frá bænum og fram úr bakk- anum upp frá læknum. Varð komizt eftir þeim 10 m. og voru þau bein, bogamynduð að ofan, en árefti ekkert, og veggir óhlaðnir. Höfðu þau verið grafin í gegnum hörð lög af mold og sandi. Þau voru um 1 m. að br., og ámóta há, en um skóflustungu af lausamold hafði safnazt á gólfið. Að öllum líkindum hafa þessi jarðgöng verið gerð til þess að komast um þau út úr bænum neðanjarðar, ef ófrið bæri að höndum. Má búast við, að þau hafi náð út úr bakkanum alla leið, en gengið svo frá að utan, að ekki bæri á þeim. Þau eru einu jarðgöngin frá fornöld, sem nú eru kunn, og var því æskilegt að varðveita þau, og opna þau svo að utan, að komizt yrði í þau inn frá lækjarbakkanum. Var því reynt að grafa þau upp innan frá, eftir því sem unnt var, og var moldin tekin upp um gatið, sem komið hafði við þróargröftinn, en er óvíst varð um, hvar göngin höfðu helzt verið, og moldin tók að hrynja, var hætt við að grafa þannig Á þennan hátt urðu göng- in þó 3 m. lengri; en eftir voru 10 m. fram úr bakkanum, og var þar grafið utan frá á móts við göngin. Voru þar gerð sams konar göng, að hæð og vídd, og jafndjúpt í jörðu, svo að nú verður komizt inn í jarðgöngin, þótt búið sé að steypa þróna yfir þeim þar sem byrjað hafði verið að gera hana. — Hefir hurð verið sett í opið í lækjarbakk- anum Innri endinn er undir suðurvegg skálans og er nú lokaður af grjóti, svo að ekki verður komizt upp í skálann úr göngunum. Er menn vilja gera sér hugmynd um það, frá hvaða tíma þessi fornu jarðgöng á Keldum muni vera, eða hver muni hafa látið gera þau, mun sumum detta í hug, að þau séu frá tíð Ingjaldar Höskulds- sonar, og þá gerð það sumar, er Njáls-brenna var, 1011. Ingjaldur vissi um alla ráðagerð Flosa Þórðarsonar á Svínafelli og samsærismanna

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.