Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Síða 58
Forn jarðgöng fundin að Keldum á Rangárvöllum. í sumar (1932) var grafið fyrir þró sunnanvið vesturenda hins forna skála á Keldum á Rangárvöllum. Er komið var 1—2 m. niður, urðu fyrir jarðgöng. Stefndu þau beint suður frá bænum og fram úr bakk- anum upp frá læknum. Varð komizt eftir þeim 10 m. og voru þau bein, bogamynduð að ofan, en árefti ekkert, og veggir óhlaðnir. Höfðu þau verið grafin í gegnum hörð lög af mold og sandi. Þau voru um 1 m. að br., og ámóta há, en um skóflustungu af lausamold hafði safnazt á gólfið. Að öllum líkindum hafa þessi jarðgöng verið gerð til þess að komast um þau út úr bænum neðanjarðar, ef ófrið bæri að höndum. Má búast við, að þau hafi náð út úr bakkanum alla leið, en gengið svo frá að utan, að ekki bæri á þeim. Þau eru einu jarðgöngin frá fornöld, sem nú eru kunn, og var því æskilegt að varðveita þau, og opna þau svo að utan, að komizt yrði í þau inn frá lækjarbakkanum. Var því reynt að grafa þau upp innan frá, eftir því sem unnt var, og var moldin tekin upp um gatið, sem komið hafði við þróargröftinn, en er óvíst varð um, hvar göngin höfðu helzt verið, og moldin tók að hrynja, var hætt við að grafa þannig Á þennan hátt urðu göng- in þó 3 m. lengri; en eftir voru 10 m. fram úr bakkanum, og var þar grafið utan frá á móts við göngin. Voru þar gerð sams konar göng, að hæð og vídd, og jafndjúpt í jörðu, svo að nú verður komizt inn í jarðgöngin, þótt búið sé að steypa þróna yfir þeim þar sem byrjað hafði verið að gera hana. — Hefir hurð verið sett í opið í lækjarbakk- anum Innri endinn er undir suðurvegg skálans og er nú lokaður af grjóti, svo að ekki verður komizt upp í skálann úr göngunum. Er menn vilja gera sér hugmynd um það, frá hvaða tíma þessi fornu jarðgöng á Keldum muni vera, eða hver muni hafa látið gera þau, mun sumum detta í hug, að þau séu frá tíð Ingjaldar Höskulds- sonar, og þá gerð það sumar, er Njáls-brenna var, 1011. Ingjaldur vissi um alla ráðagerð Flosa Þórðarsonar á Svínafelli og samsærismanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.