Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Page 88
88 Dölum. Þar nokkru utar heitir Hoífell, fagurt fjall. Norðanvert við það segja sumir, að sé klettur sem kista í lögun. Þar er líka kölluð Goða- borg, og er sund á milli hennar og fjallsins. 13. Gunnarstindur heitir hár og fagur hnjúkur innarlega á fjall- inu milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar, norður-frá Heydölum; fagurt fjall. Þar eru sögð grjótlög uppi á tindinum. Ekki þekkist nú neitt fornhelginafn beint tilheyrandi þessari sveit, nema ef það er þetta, þótt Þórhaddur hinn gamli legði Mærinnar-helgi á allan fjörðinn. 14. Godaborg nefnist enn fjallshyrna norðan-í fjallgarðinum á milli Breiðdals og Berufjarðarstrandar, upp frá Ósi. Þessi hornskagi, eða fjallshyrna, er slétt ofan og ærið bratt þangað upp. Er þar eng- inn klettdrangi að sjá sem annars staðar. 15. Goðaborg heitir líka hamrastallur hátt uppi í hinu fagra fjalli, Búlandstindi í Hálsþinghá, skammt frá Djúpavogi. Stallur þessi er norðaustan-í fjallinu, fyrir ofan það mitt, og er sagður breiður og sléttur ofan. Bratt og harðsótt er upp þangað. Sumir segja vatn þar uppi nálægt, er þvegin hafi verið í innyfli þeirra dýra, sem þar var fórnað goðunum til árs og friðar. Vestan-af Ströndinni, yfir fjörð- inn, er stallur þessi tilsýndar sem framrétt altari úr fjallinu. 16. Goðatindur heitir hár fjalltindur norður- og upp-frá Hofi r Álftafirði (syðra). Þaðan segja munnmælin, að heiðnu dísirnar kæmu, er vágu Þiðranda Siðu-Hallsson. Sést þar grjóthleðsla uppi á tindinum, forn mjög. Þiðrandalág heitir í Hofstúni vestan-verðu, þar, sem leiði Þiðranda hefir til skamms tíma sést. Nú hefir lágin fyllzt að hálfu af hlaupi. — Þangbrandsbryggja, Þangbrandshróf og Þangbrandskirkja þekkjast enn í Álftafirði. — Goðaborg er og sagt að heiti á fjallinu upp-af Eystra-Firði þar, norðaustur-frá Al- mannaskarði. 17. Goðaborg er ein enn klettstapi uppi á Reyðarártindi í Lóni, sem sumir nefna Rauða-aurártind. Hann er svo fráskilinn fjöllunum í kring, að ríða má allt í kringum hann; er þó fjallið vel mikið. Sagt er, að Goðaborg þessi sé hof. Er það því til sönnunar, að stúlka ein villtist úr smalaför upp á tindinn, og kom þar að húsi, er hún taldi vera veglegt hof. Stóð lykill í skrá, og koparhringur mikill var í hurðinni. Grípur hún nú fyrst um lykilinn og vill lúka upp, en fékk eigi orkað því. Greip hún þá í hringinn og hnykkti svo fast, að hann losnaði úr hurðinni. Varð hún þá hrædd og hljóp af stað, og ætlaði heim, en vissi eigi fyr af en hún kom aftur að húsinu. Fór svo þrí- vegis. Þá vann hún það heit að gefa Stafafells-kirkju hringinn. Þá rataði hún heim. Var sá hringur þar lengi síðan í kirkjuhurð, en nú er hann á Þjóðminjasafninu í Reykjavik.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.