Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 95
Skýrsla.
I. Aðalfundur 1931.
Hann var haldinn 12. Des., kl. 6, í lestrarsal Þjóðskjalasafnsins.
Formaður setti fund og minntist fjögra félagsmanna, er látizt
hefðu siðan haldinn var síðasti aðalfundur, en þeir voru þessir:
Daniel Bruun, fyrrum höfuðsmaður, Hellerup við Kaupmannh..
Jóhannes Sigfússon, fyrverandi yfirkennari, Reykjavík.
Pétur Oddsson, Bolungarvík.
Sighvatur Gr. Borgfirðingur, sagnaritari, Höfða í Dýrafirði.
Fundarmenn risu úr sætum sínum og minntust hinna látnu félags-
manna.
Því næst gerði formaður stuttlega grein fyrir störfum félagsins,.
útgáfu árbókar þess fyrir síðast-Iiðið og yfirstandandi ár. Er í henni.
á bls. 108, prentaður reikningur félagsins fyrir árið 1930, athuga-
semdalaus.
Þá gerði féhirðir grein fyrir fjárhag félagsins. Samkvæmt reikn-
ingnum fyrir 1930 átti það við lok þess árs 870,52 kr. í sparisjóði
(i Landsbankanum), auk hins fasta félagssjóðs, sem nú er 3500,00 kr.
Kostnaður við útgáfu árbókarinnar hafði orðið rúmar 2000,00 kr„ en
tekjur það meiri en útgjöld, að nú væru 563,00 kr. í sjóði, og auk
þess nokkuð ógreitt enn af tillögum síðastu ára.
Kosning embættismanna fór á þá leið, að þeir voru allir endur-
kosnir í einu hljóði, samkvæmt tillögu. Sömuleiðis varamennirnir, og
þrír fulltrúar, sem úr skyldu ganga samkvæmt félagslögunum.
Formaður lagði fram bréf frá 4 erlendum vísindafélögum, sem
óskuðu að skiptast á ársritum við félagið. Var samþykkt að verða
við tilmælum þeirra.
Þá spurðist formaður fyrir um það, hvort ekki myndi heppilegt
að senda út boðsbréf og skora á menn að ganga í félagið. Voru
fundarmenn því meðmæltir og samþykktu það í einu hljóði.
Loks fóru fram umræður um ýms félagsmál. Fleira var ekki.
aðhafst og sagði formaður fundi slitið.