Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 74

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1932, Blaðsíða 74
74 Norðurleit (41), en milli Kisár og Arnarfells Lengri-Norðurleit (42). Þeir, sem smala þá leit, eru 9 daga frá heimili sínu. Framan Dalsár er Skiftibrik (43). Skammt frá henni er Hlaupið (44). Dalsá rennur þar milli klappa og eru ekki meira en 4 álnir milli klappanna. Flesta mun nú samt bresta kjark að hlaupa þar yfir, því ef útaf ber, þá er dauð- inn vís. Síðastur mun Sigurður Jónsson, bóndi i Hrepphólum, hafa hlaupið þar yfir. í Skiftibrík er skipað í Ieitir. Vesturhlið afréttar framan Dalsár heitir einu nafni Öræfin (45). Innst á þeim er hnúkur, er heitir Öræfahnúkur (46); sést af honum yfir þveran afréttinn; fyrir framan hnúkinn er Litli-Öræfahnúkur (47); vestan-undir þeim er Öræfaslakkinn (48). Framarlega á Öræfunum er ás, er heitir Helga- vatnshnúkur (49); framan-undir honum er Helgavatn (50). Á þessum öræfum sjást stórkostlegar minjar ísaldar og djúpar rispur í klapp- irnar. Dálítið neðar en Skiftibrík er ás, er heitir Kongsás (51); ber hann nafn sitt af því, að gangnaforinginn (fjallkongurinn) fer alltaf iram ásinn. Austur af Kongsás er mikið sléttlendi, grasi gróið, er heitir Krókur (52); nær hann að Þjórsá og inn að Dalsá. Framan-við Krók- inn er Niðurgöngugil (53). Leitarmenn fara þar niður í gljúfur, er er Þjórsá rennur eftir, og er sú leit all-ægileg, þegar Þjórsá er mikil. Fyrir framan Niðurgöngugil kemur Ófærutangi (54); fremsti oddinn á honum er örmjór, og flughamrar báðumegin; fram af þessum odda verður einn leitarmanna að fara; verður hann að hlaupa fram af bergi, er nemur við öxl á hæð, og niður á móbergshrygg, örmjóan, og má ekkert útaf bera, því flughæð er til beggja handa. Á hryggnum er stór klettur, er sýnist loka leið, en norðan-við hann er sylla, og hana verður að fara. Við enda hennar kemur enn bergstallur, hærri en sá efri. Fram af honum verður að hlaupa og niður á melhrygg. Neðan- við hrygginn er enn berg, sem er meira en mannhæð; fram af þeim stalli verður að hlaupa, og þá er komið niður. Bergið í þessum stöll- um er slétt. Tanginn mun bera nafn sitt af þessari lítt færu leið. Á móts við Ófærutanga er foss í Þjórsá, er heitir Dynkur (55). Holtamenn kalla hann Búðarhálsfoss, en nafnið Dynkur er haft eftir Oddi Árna- syni í Háholti, gangnaforingja um 40 ár. Framan-við Kongsás rennur Hölkná (56). (Venjulegast nefnd Hörkná). Fellur hún í Þjórsá framan- við Ófærutanga. Dálítið framar en Hölkná er Rótamannagil (57). Þá Geldingaá (58). Innan-við Geldingaá, þar sem hún fellur í Þjórsá, er Geldingatangi (59), á móts-við hann er Gljúfurleitarfoss (60) í Þjórsá. Framan-í Geldingatanga er stórkostlegt stuðlaberg, heilsteyptir drang- ar, um 30 faðma háir. Hjá upptökum Hölknár er ás, er heitir Innri- Hnappalda (61). Vestan-við hana er graslendi, er heitir Innra-Hnapp- ölduver (62). í miðju þess eru þrír steindrangar, er heita Þríburar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.